Félagsmálanefnd - 275. fundur - 7. nóvember 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Ásthildur Gestsdóttir og  Jón Svanberg Hjartarson boðuðu forföll, í þeirra stað mættu  Elín Friðriksdóttir og Gréta Gunnarsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðamálabók félagsmálanefndar.



2. Styrkbeiðni Kvennaathvarfs.   2006-10-0073


Lagt fram bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfsins, dagsett í október s.l. þar sem óskað er eftir 100.000 kr. rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár.


Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðni Kvennaathvarfsins og leggur áherslu á, í ljósi fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, að beita kröftum sínum innan sveitarfélagsins.



3. Verklagsreglur við úthlutun íbúða í forgang.   2006-07-0038


Lagðar fram verklagsreglur fyrir starfsmenn þegar meta þarf þörf á forgangi, að húsnæði hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar, í samræmi við lög um félagsþjónustu og samþykkt Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.  Reglurnar hafa verið kynntar stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar.


Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við drögin utan orðalagsbreytinga í 6. gr. í verklagsreglum.



4. Sérstakar húsaleigubætur.


Lagðar fram upplýsingar um hugsanlega rétthafa sérstakra húsaleigubóta miðað við tillögur sem fram komu á vinnufundi nefndarinnnar.


Frekari afgreiðslu frestað.



5. Fjárhagsáætlun 2007.    2006-10-0014


Lagðar fram upplýsingar frá Hlíf I vegna viðbótarverkefna og fjárfestingabeiðna fyrir næsta fjárhagsár. Upplýst um stöðu mála við gerð fjárhagsáætlunar.


Lagt fram til kynningar.



6. Beiðni Stígamóta um fjárframlag.   2006-10-0123


Lagt fram bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélögum fyir n.k. rekstrarár samtakanna. Vísað er til starfsemi á Ísafirði í tengslum við aukna fjárþörf.


Félagsmálanefnd lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefnum Stígamóta, sem tengjast Ísafjarðarbæ en óskar eftir nánari upplýsingum.



7. Tilnefning í þjónustuhóp aldraðra.   2006-09-0067


Lögð fram tilkynning frá bæjarráði þar sem fram kemur að Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ hefur tilnefnt þau Helga Sigmundsson, lækni og Halldóru Hreinsdóttur, hjúkrunarfræðing, sem aðalmenn í þjónustuhóp. Varamenn eru Fjölnir F. Guðmundsson, læknir og Rannveig Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Lagt fram til kynningar.



8. Vinnufundur Vá-Vest um forvarnir.


Lagt fram bréf frá Vá-Vest dags. 10. október s.l., um vinnufund sem Vá-Vest stendur fyrir með formönnum nefnda á svæðinu þann 8. nóvember n.k.


Rætt um forvarnir almennt og hvaða áherslur formaður skuli fara með á fundinn.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.18:30.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Gréta Gunnarsdóttir.          


Elín Halldóra Friðriksdóttir. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.          





     


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?