Félagsmálanefnd - 271. fundur - 29. ágúst 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson og Hrefna R. Magnúsdóttir.  Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og Helga B. Jóhannsdóttir varafulltrúi mætti í hennar stað.


Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Margrét Geirsdóttir, ráðgjafi  Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundargerð ritaði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.


 


2. Heimaþjónusta, liðveisla og ferðaþjónusta fatlaðra borin saman við fjárhagsáætlun.


Lagðar fram upplýsingar um heimaþjónustu, liðveislu og ferðaþjónustu fatlaðra frá og með janúar til og með júlí 2006 borið saman við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2006 í málaflokknum.


Lagt fram til kynningar.



3. Endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Lagðar fram leiðbeiningar um reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum, leið a og leið b, ásamt fylgiskjali og greinargerð með leiðbeiningum um reglur um fjárhagsaðstoð.  Jafnframt voru lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar ásamt viðmiðunarfjárhæðum í fjárhagsaðstoð. 


Félagsmálanefnd telur nauðsynlegt að reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar verði endurskoðaðar og felur starfsmönnum að koma með tillögur um það sem sérstaklega þarf að skoða ásamt tillögum að reglum á næsta fund nefndarinnar. Starfsmönnum einnig falið að safna upplýsingum um sérstakar húsaleigubætur og leggja fyrir nefndina.



4. Endurnýjun á tækjum í íbúðum á Hlíf.


Hrefna Magnúsdóttir lagði fram fyrirspurn um hvernig staðið væri að endurnýjun tækja í leiguíbúðum á Hlíf. Starfsmaður upplýsir að ábendingum/kvörtunum sé komið til eignasjóðs sem sinnir viðhaldi á eignum Ísafjarðarbæjar. Á Hlíf eru íbúar í sambandi við forstöðumann og umsjónarmann málefna aldraðra sem koma upplýsingum til eignasjóðs.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:48.


Gísli H. Halldórsson, formaður


Ásthildur Gestsdóttir           


Jón Svanberg Hjartarson 


Rannveig Þorvaldsdóttir     


Hrefna R. Magnúsdóttir     


Margrét Geirsdóttir     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir





Er hægt að bæta efnið á síðunni?