Félagsmálanefnd - 270. fundur - 9. ágúst 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Ásthildur Gestsdóttir,  Jón Svanberg Hjartarson, Rannveig Þorvaldsdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir.


Jafnframt sat fundinn Margrét Geirsdóttir starfsmaður  Skóla- og fjölskylduskrifstofu sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Erindisbréf félagsmálanefndar.


Lagt fram til kynningar erindisbréf félagsmálanefndar.  Farið yfir hlutverk nefndarinnar samkvæmt erindisbréfinu.



2. Fjárhagsaðstoð 2006 borin saman við fjárhagsáætlun.


Lagðar fram til kynningar upplýsingar um greidda fjárhagsaðstoð frá janúar til og með júní 2006 borið saman við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2006 í málaflokknum.



3. Skýrsla um félagsþjónustu í Ísafjarðarbæ á árinu 2005.  Nr. 2006-04-0044.


Lögð fram til kynningar skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélagsins á árinu 2005.



4. Hugmynd að betra samfélagi.  Nr. 2006-05-0041.


Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. maí 2006 frá Öryrkjabandalagi Íslands ásamt skýrslu sem er niðurstaða hópavinnu um breytta framfærsluskipan almannatrygginga og skattkerfis, aukna atvinnuþátttöku öryrkja og eldri borgara, menntun og endurhæfingu/hæfingu, búsetu, fjölskyldulif og stoðþjónustu og aðgengi og hönnun góðrar heilbrigðisþjónustu.



5. Nýtt ferli við niðurgreiðslu dagvistargjalda hjá dagforeldri.


Lagðar fram tillögur frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar þar sem lagt er til að komið verði á nýju ferli við niðurgreiðslu dagvistargjalda hjá dagforeldri.  Breytingarnar felast í að einungis dagforeldrið og starfsmenn sveitarfélagsins komi að umsýslunni vegna niðurgreiðslunnar.   Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tillögur fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.



6. Önnur mál.


Rætt um fundartíma nefndarinnar.  Nefndin samþykkir að hefja fundi sína kl. 16:05.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:36.


Gísli H. Halldórsson, formaður


Ásthildur Gestsdóttir        


Jón Svanberg Hjartarson          


Rannveig Þorvaldsdóttir     


Hrefna R. Magnúsdóttir     


Margrét Geirsdóttir 


 


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?