Félagsmálanefnd - 267. fundur - 11. apríl 2006

Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Helga Sigurgeirsdóttir, Védís Geirsdóttir,  Jón Svanberg Hjartarson og Gréta Gunnarsdóttir.


Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn  Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.



2. Umsókn til Jöfnunarsjóðs um endurgreiðslu húsaleigubóta.  2005-11-0050.


Lagt fram til kynningar bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um endurgreiðslu á húsaleigubótum í Ísafjarðarbæ á 1. ársfjórðungi ársins 2006.  



3. Samtök um kvennaathvarf ? ársskýrsla.  2006-04-0016.


Lögð fram til kynningar ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf ásamt nokkrum bæklingum, sem samtökin hafa gefið út.



4.   Uppbygging á þjónustu við fólk með geðfötlun í Ísafjarðarbæ.  2006-03-0049. 


Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. mars 2006 til félagsmálaráðuneytisins frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum þar sem tilkynnt er, að send hafi verið inn umsókn þar sem óskað sé eftir fjármagni, til að byggja upp heildstæða þjónustu við fólk með geðfötlun í Ísafjarðarbæ.  Umsóknin tengist áformum stjórnvalda, um að byggja upp þjónustu við geðfatlaða fyrir hluta af því fjármagni sem fékkst við sölu Símans.  Starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu hefur verið aðili að undirbúningi málsins.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður


Helga Sigurgeirsdóttir.     


Védís  Geirsdóttir.          


Jón Svanberg Hjartarson.     


Gréta Gunnarsdóttir.      


Anna Valgerður Einarsdóttir.     


Margrét Geirsdóttir. 







Er hægt að bæta efnið á síðunni?