Félagsmálanefnd - 265. fundur - 14. febrúar 2006


Mætt voru: Hörður Högnason, varaformaður, Védís Geirsdóttir,  Jón Svanberg Hjartarson og Gréta Gunnarsdóttir.  Guðrún Jónína Guðjónsdóttir sat fundinn í fjarveru Kristjönu Sigurðardóttur formanns.  Ennfremur sat fundinn Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir. Þetta var gert:1.  Trúnaðarmál.Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar. 2.  Húsaleigubætur 2005.Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur á árinu 2005.   3.      Fjárhagsaðstoð 2005. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greidda fjárhagsaðstoð 2005 eftir mánuðum og   samanborið við fjárhagsáætlun. 4.      Skýrsla um reynslu og viðhorf flóttamanna á Íslandi.  Mál nr.  2006-02-0048.Lögð fram til kynningar skýrsla frá félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, um reynslu og viðhorf flóttamanna á Íslandi.  Skýrslan var unnin fyrir Flóttamannaráð Íslands 2005 og er send öllum þeim sveitarfélögum sem tekið hafa á móti hópum flóttamanna frá árinu 1996. 5.      Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum.       Mál nr. 2005-12-0033. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugaðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem m.a. er tekið á málum sem varða heimilisofbeldi og að sérstök tengsl aðila geti orðið til refsiþyngingar. 6.      Frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðrabarna.  Mál nr.  2005-12-0034.Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar frumvarpinu sem hún telur að bæti úr brýnum fjárhagslegum lágmarksþörfum forráðamanna barna, sem þurfa skyndilega að hætta í vinnu eða námi, til að annast langveik eða mikið fötluð börn sín í stuttan tíma. 7.  Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna.Lagt fram til kynningar fundarboð á landsfund jafnréttisnefnda.  Landsfundurinn ber yfirskriftina jafnrétti fyrir alla og verður efni fundarins umfjöllun um jafnréttishugtakið, mannréttindi, minnihlutahópa og möguleika sveitarfélaga til að þjónusta alla hópa jafn vel.     Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:03. Hörður Högnason, varaformaður. Védís  Geirsdóttir.                                                       Jón Svanberg Hjartarson. Gréta Gunnarsdóttir.                                                    Guðrún Jónína Guðjónsdóttir.                                                   Margrét Geirsdóttir.      Er hægt að bæta efnið á síðunni?