Félagsmálanefnd - 264. fundur - 24. janúar 2006

Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Gréta Gunnarsdóttir og Hörður Högnason. Ennfremur sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu. Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.

Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
 1. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga.

  Lagt fram til kynningar bréf þar sem boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 17. og 18. febrúar næstkomandi. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að senda fulltrúa á þingið. 2. Málefni aldraðra.

  Lagt fram vinnuplagg starfsmanns um málefni aldraðra. Samþykkt að formaður félagsmálanefndar og starfsmaður óski eftir fundi með bæjarráði, til að ræða hugmyndir nefndarinnar. 3. Frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum.

  Nefndarmenn skili tillögum að breytingum til starfsmanna Skóla- og fjölskylduskrifstofu eigi síðar en 25. janúar nk. 4. Frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

  Nefndarmenn skili tillögum að breytingum til starfsmanna Skóla- og fjölskylduskrifstofu eigi síðar en 25. janúar nk. 5. Fundur um forvarnir.

Formaður greindi frá fundi um forvarnir, sem formaður barnaverndarnefndar boðaði til með formönnum annarra nefnda, sem koma að vinnu með börn.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:45.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Védís J. Geirsdóttir. Hörður Högnason.


Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.


Anna V. Einarsdóttir. Margrét Geirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?