Félagsmálanefnd - 261. fundur - 15. nóvember 2005

Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir formaður, Hörður Högnason, Gréta Gunnarsdóttir, Jón Svanberg hjartarson, Védís Jóhanna Gunnarsdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir starfsmaður og Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari var: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.2. Fjárhagsáætlun. 2005-04-0035.Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 fyrir félagsmálasvið ásamt greinargerð Skóla- og fjölskylduskrifstofu og félagsmáladeildar.


Lagt fram til kynningar.3. Tillaga til bæjarstjóra. 2005-08-0023.Lögð var fram tillögu til bæjarstjóra varðandi uppgjör ferðaþjónustu fatlaðra.


Lagt fram til kynningar.4. Kynning á Sjónarhóli.Lögð var fram auglýsing um kynningarfund sem verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember n.k., kl. 13-15 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, um Sjónarhól- ráðgjafarmiðstöð ses. Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri og Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi kynna starf Sjónarhóls.


Lagt fram til kynningar.


5. Önnur mál.


Lögð fram greinargerð og tillaga frá Jóni Svanberg Hjartarsyni, um að mótaðar verði verklagsreglur um aðstoð við starfsfólk vegna erfiðra mála, sem starfsmenn lenda í og að þar undir falli kynning til nýrra starfsmanna. Slík viðbragðaáætlun tryggir að við áföll verði hlúð að starfsmönnum með viðeigandi hætti og að úrvinnslu sé fylgt eftir.


Félagsmálanefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu, að vinna tillögur að viðbragðaáætlun fyrir deildir, sem heyra undir nefndina.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:45.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Hörður Högnason. Gréta Gunnarsdóttir.


Jón Svanberg Hjartarson. Védis Geirsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Anna V. Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?