Byggingarnefnd - 29. fundur - 12. maí 2010


Mætt eru: Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar. Fundargerð ritaði Jóhann Birkir Helgason.



 



Þetta var gert:



 



1.      Verklokaskýrsla eftirlitsaðila. 2005-06-0019.



Lögð fram verklokaskýrsla eftirlitsaðila dagsett í apríl 2009.



Skýrslan kynnt.



 



2.      Kostnaður við framkvæmdir Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019.



Farið yfir kostnað vegna framkvæmda við Grunnskólann á Ísafirði á árunum 2005-2009.



 



Heildarkostnaður við framkvæmdir GÍ á árumum 2005-2009 er kr. 740,4 milljónir og skiptist í grófum dráttum svona:



Byggingarkostnaður viðbyggingar var                      kr. 493,8 millj.



Hönnunar- og eftirlitskostnaður                                kr. 72,1 millj.



Húsbúnaður og tölvukaup                                         kr. 59,3 millj.



Lóðaframkvæmdir                                                    kr. 43 millj.



Mötuneyti                                                                  kr. 29,3 millj.



Austurvegur 2,                                                          kr. 23 millj.



 



Nánari upptaling á framkvæmdum skipt milli ára.



 



Árið 2005       kr. 81,8 millj.



Anddyri við Austurveg 2, kr. 15 millj. utanhússviðgerðir kr. 8 millj. hönnun kr. 23 millj. mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði kr. 29,3 millj. og annað kr. 6,5 millj.



 



Árið 2006       kr. 113,8 millj.



Aðalverktaki kr. 73,4 millj. lóð við Austurveg 2, kr. 11 millj. eftirlit kr. 4,1 millj. hönnun viðbyggingar kr. 24 millj. og búnaður í mötuneyti kr. 1,3 millj.



 



Árið 2007       kr. 172,5 millj.



Greiðslur til aðalverktaka og eftirlits.



 



Árið 2008       kr. 369,5 millj.



Kostnaður aðalverktaka kr. 255 millj. húsbúnaður kr. 34,5 millj. tölvur kr. 22,1 millj. skólalóð kr. 32 millj. skólastofur í gagnfræðaskólanum kr. 10,4 millj. eftirlit kr. 5,5 millj. og annað kr. 10 millj.



 



Árið 2009       kr. 2,8 millj.



 



3.      Kostnaður m.t.t. áætlunargerðar.



Í greinargerð byggingarnefndar til bæjarráðs frá október 2004 er gert ráð fyrir samtals byggingarkostnaði vegna nýbyggingar og endurbyggingar Grunnskólans á Ísafirði fyrir kr. 986 milljónir.



Heildarkostnaður sem fallin er á verkið frá árinu 2005 er kr. 742,2 milljónir missmunur er því kr. 244 milljónir  Hér hefur ekki verið tekið tillit til verðbóta.



Nefndin bendir á að enn er ólokið við tengibyggingu sbr. 3. og 4. áfanga áðurnefndrar greinargerðar.  Það er því álit nefndarinnar að kostnaðurinn verði innan áætlunar áðurnefndrar greinargerðar.



 



4.      Kostnaður við byggingarnefnd.



Kostnaður við byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði var 0 krónur.



 



5.      Bókun formanns byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði við nefndarlok.



F.h. byggingarnefndar, en hana skipuðu Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og undirritaður vil ég þakka skólastjóra, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og sviðstjóra umhvefissviðs Ísafjarðarbæjar, sem sátu nefndarfundi, svo og öllum þeim sem hér lögðu gjörva hönd á verk, kærlega fyrir vel unnin störf.



Ekki er á nokkurn hallað þótt nafn Garðars Sigurgeirssonar sé nefnt, en hann var vakinn og sofinn yfir þessu verki.



Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þökkum við fyrir góðan skilning og öflugan stuðning við þetta mikilvæga verkefni.



Sjálfur vil ég þakka samnefndarkonum mínum fyrir ánægjulegt samstarf.  Bæjarstjórn þakka ég það tækifæri að hafa fengið að starfa í nefndinni, en það færði mér innsæi í mér áður óþekkta hluti, því verkfundir með þeim Árna Traustasyni, Garðari Sigurgeirssyni, Hermanni Þorsteinssyni og Jóhanni Birki Helgasyni, voru fyrir mér sem kennslustund í húsasmíðum og verkframkvæmdum.



Þorsteinn Jóhannesson, formaður byggingarnefndar.



 



6.      Nefndarlok.



Byggingarnefnd telur sig hafa lokið störfum.



 



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:35.






Þorsteinn Jóhannesson, formaður


Svanlaug Guðnadóttir


Jóna Benediktsdóttir


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs



Er hægt að bæta efnið á síðunni?