Byggingarnefnd - 27. fundur - 17. september 2008

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Jóna Benediktsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.Þetta var gert:


1. Lóðarmál. 2005-06-0019Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda við skólalóðina, verkið telst vera á áætlun.  Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 18.139.590,-  Eftir er að leggja gúmmíundirlag undir leiktæki og fleiri stöðum, gert er ráð fyrir að því verði lokið 26. september.2. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019


Greiðslur til verktaka eru komnar í kr. 474.582.950,-.  Verkinu er lokið, fyrri lokaúttekt hefur farið fram og nokkar athugasemdir gerðar, seinni lokaúttekt fer fram í lok september.3. Önnur mál. 2005-06-0019


Svar við fyrirspurn Jónu Benediktsdóttur frá síðasta fundi.


- Hvenær var ákvörðun tekin að setja upp loftræsikerfi? Þegar hafin var vinna við hönnun hússins var ljóst að leggja þurfti loftræsilagnir inn í geymslur, salerni og lyftu sem eru inn í miðju húsinu og engin opnanleg fög til staðar.  Til að uppfylla byggingarreglugerð var ljóst að leggja þurfti lagnir á þessa staði.  Loftræsihönnuður lagði svo til að úr því verið væri að leggja lagnir í gegnum allan skólann þá legði hann til að bætt yrði við kerfið og skólastofunum bætt við.


- Hver tók ákvörðunina?  Sviðstjóri umhverfissviðs tók þá ákvörðun að skólinn þyrfti að uppfylla allar reglugerðir og samþykkti tillögu hönnuðar um viðbót á kerfinu.


- Hvað kostaði loftræsikerfið? Kostnaður loftræsiverktaka er um 25 millj.


Jóna Benediktsdóttir telur að þessa ákvörðun hefði átt að bera undir nefndina.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Jóna Benediktsdóttir. 


Jóhanna Ásgeirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?