Byggingarnefnd - 24. fundur - 29. apríl 2008


Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Albertína Elíasdóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.Þetta var gert:


1. Silfurgata 5 ? frestun niðurrifs. (2007-09-0043)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 31. mars sl. var lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dagsett 14. mars s.l., þar sem greint er frá umfjöllun nefndarinnar um húseignina Silfurgötu 5, Ísafirði. Í bréfinu kemur fram, að Húsafriðunarnefnd mælist eindregið til þess að húsið verði ekki rifið heldur verði því fundið nýtt hlutverk og ytra byrði þess fært nær upprunalegri mynd. Húsafriðunarnefnd lýsir vilja sínum til að koma að þessu verkefni, bæði með beinu fjárframlagi og ráðgjöf.


Bréfið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar og byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði.


Byggingarnefnd vísar til fyrri samþykktar nefndarinnar frá 28.11.2007. Verði lóðin að Silfurgötu 5 ekki hluti skólalóðar verði að leysa lóðarmál Grunnskólans á Ísafirði með öðrum viðunandi hætti.

2. Lóðarmál


Tekin fyrir tillaga að nýrri skólalóð Grunnskólans á Ísafirði unnin af Teiknistofunni Eik, Ísafirði ásamt tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda.


Byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu.3. Innréttingar og laus búnaður.


Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir stöðu mála, búið er að ganga frá pöntunum í allan búnað.


Lagt fram til kynningar.4. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Farið yfir stöðu mála og að mati eftirlitsmanns er verkið á áætlun. Greiðslur til verktaka eru komnar í kr. 337.750.556,-. Vinna við gólfefni er að hefjast, lyftan er komin upp og uppsetning inniglugga er að hefjast. Skv. verkáætlun á verkinu að vera lokið 1. júlí nk.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:10.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.


Jóhanna Ásgeirsdóttir


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Jóna Benediktsdóttir
Er hægt að bæta efnið á síðunni?