Byggingarnefnd - 20. fundur - 8. október 2007

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1.  Innréttingar og laus búnaður.


Skólastjóri lagði fram tækjalista og ábendingar um breytingar á innréttingum, sem unnið var í samvinnu við faggreinakennara. Formaður þakkar skólastjóra og kennurum fyrir framlagðar athugasemdir við innréttingar og tækjakaup. 


Tæknideild var falið að afla tilboða í lausan búnað og innréttingar sem ekki eru í tilboði verktaka.2.  Önnur mál


Næsti fundur áætlaður 15. október n.k. og ritara falið að boða arkitekt til samráðs á fundinum.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:20.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Jóna Benediktsdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.     


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?