Byggingarnefnd - 19. fundur - 18. júlí 2007

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Sparkvöllur við Grunnskólann á Ísafirði.   (2007-06-0003)


Erindi bæjarstjórnar frá 21. júní 2007.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar þar sem því er beint til byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði, að gert verði ráð fyrir sparkvelli við GÍ á næsta ári.


Byggingarnefnd felur hönnuði skólalóðar að hanna skólalóðina með það að markmiði að sparkvöllur verði á skólalóðinni.  Gert er ráð fyrir að hönnun liggi fyrir í lok árs 2007 og að framkvæmdir getir hafist í byrjun júní 2008.2. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Farið yfir stöðu mála og að mati eftirlitsmanns er verkið á áætlun.  Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 126.616.448,-.3. Kynnisferð


Byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði fór í kynnisferð þann 24. maí sl.  Skoðaðir voru skólar í Hafnarfirði, Kópavogi og Álftanesi.4. Önnur mál


Farið yfir tækja- og búnaðarþörf í verk- og tæknimenntastofur.  Skólastjóri beðinn að koma með hugmyndir að búnaði í skólastofur fyrir 15. september 2007, í samráði við faggreinakennara.


Byggingarnefnd óskar eftir áliti eftirlitsmanns á gæðum steypunnar í nýbyggingu Grunnskóla Ísafjarðar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:07.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Jóna Benediktsdóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?