Byggingarnefnd - 18. fundur - 30. apríl 2007

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Brunngata 20, Ísafirði, ósk um breytingu að aðal- og deiliskipulagi. (2006-08-0010)


Erindi frá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er umsagnar byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði á erindi Kristjáns H. Lyngmo dagsett         7. mars 2007, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær breyti aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar að Brunngötu 20, Ísafirði.  Fyrirhugað er að byggja á lóðinni 3-5 hæða steinhús með 5-9 íbúðum.


Hugmyndir byggingarnefndar taka mið af gildandi deiliskipulagi svæðisins, verði því breytt mun byggingarnefndin leita annarra leiða.2. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Farið yfir stöðu mála og að mati eftirlitsmanns er verkið á áætlun.  Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 107.949.520,-.3. Önnur mál.


Lögð fram greinargerð frá Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra, dagsett í apríl 2007, er varðar gólfefni, tækjabúnað o.fl.  Greinargerðin verður send til arkitekts til skoðunar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:45.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.


Svanlaug Guðnadóttir. 


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.    


Jóna Benediktsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?