Byggingarnefnd - 15. fundur - 11. ágúst 2006

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:1. Aðstaða fyrir danskennslu.


Allar líkur eru á að húsnæði Hamra fáist á leigu til danskennslu, tæknideild falið að semja um leiguverð fyrir húsnæðið.2. Dægradvöl.


Nefndarmenn eru sammála um að dægradvöl verði í sal grunnskólans til bráðabirgða.  Tæknideild falið í samráði við skólastjórnendur að sjá um útfærslu.3. Breyting á umferð í nágrenni Grunnskólans á Ísafirði.


Byggingarnefndin leggur til við umhverfisnefnd að loka með slá á skólatíma Austurvegi frá Norðurvegi að innkeyrslu bak sundhallar svo og að Aðalstræti verði botnlangi með aðkomu frá Silfurgötu. 4. Önnur mál.


? Gert er ráð fyrir að skólalóðin við Austurveg verði tilbúin á tilsettum tíma, leiktækin koma í 34. viku.


? Byggingarnefndin leggur til að aðskoma ökutækja að mötuneyti grunnskólans verði girt af.  Einnig þarf að færa til sorpgám út fyrir skilgreint leiksvæði.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.


Jóna Benediktsdóttir.      


Þorsteinn Jóhannesson


Skarphéðinn Jónsson.     


Jóhann Birkir Helgason.Er hægt að bæta efnið á síðunni?