Byggingarnefnd - 12. fundur - 24. janúar 2006

Árið 2006, þriðjudaginn 24. janúar kl. 13:00 kom byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði saman til fundar á tæknideild Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.. Mættir eru Kristján Kristjánsson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


1. Bráðabirgðastofur fyrir nemendur sem nú eru í gamla barnaskólanum.
    • Húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í Íshúsfélaginu.Byggingarnefnd skoðaði húsnæðið og leggur til að húsnæðið verði tekið á leigu til 2ja ára. Gera þarf breytingar á húsnæðinu svo hægt sé að koma fyrir sex bekkjum. Áætlaður kostnaður er um 7,5 millj.


Byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að húsnæðið verði leigt og breytt þannig að heimilt sé að hafa þar 5-6 bekkjadeildir (2 árganga) og fellur því frá hugmyndum sínum frá 11. fundi nefndarinnar um breytingar á húsnæði á 2. hæð í sundhöllinni og að keyptar verði tvær færanlegar stofur. Einnig þarf að skoða húsnæðisþörf Dægradvalar (heilsdagsvistun). Athugað verður hvort hún rúmist í núverandi húsnæði grunnskólans.2. Salur í Grunnskólanum á Ísafirði.
Nefndin leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á salnum/aðalanddyri.

    • Gerð verði aðstaða fyrir starfsmenn mötuneytis.
    • Neyðarútgangur gerður úr sal.
    • Gera ráð fyrir ræstigeymslu vegna mötuneytis.Samtals kostnaður um 3,7 millj.


Alls er áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir 11,2 millj.


Nefndin leggur til að kostnaður við allar þessar framkvæmdir verði teknar af fjárfestingalið vegna nýbyggingar.Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30


Kristján Kristjánsson. Jóna Benediktsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir. Skarphéðinn Jónsson.


Jóhann Birkir Helgason.Er hægt að bæta efnið á síðunni?