Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði - 3. fundur - 6. nóvember 2008

Mættir eru:


Maron Pétursson, formaður, Haraldur Júlíusson, Önundur Jónsson, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, og Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem einnig ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Staðsetning björgunarmiðstöðvar. 2007-09-0041


Tekin fyrir að nýju skýrsla frá Tækniþjónustu Vestfjarða, ódagsett, sem tekur á rýmisþörf og kostnaði við björgunarmiðstöð á Ísafirði.


Áætlaður kostnaður við björgunarmiðstöð á Ísafirði er  rúmlega krónur 500 milljónir.


Nefndin leggur til að staðsetning björgunarmiðstöðvar á Ísafirði verði á Skeiði, enda koma aðrar staðsetningar ekki til greina að mati nefndarinnar.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hefja viðræður við lögreglustjórann á Ísafirði og forstjóra Neyðarlínunnar og forsvarsmann Björgunarfélags Ísafjarðar um framhald málsins.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:30


Maron Pétursson, formaður.


Önundur Jónsson.


Haraldur Júlíusson.


Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.Er hægt að bæta efnið á síðunni?