Búfjáreftirlitsnefnd - 2. fundur - 22. október 2003

Fundarritari: Margrét Ólafsdóttir.

Þetta var gert:


  1. Ráðning búfjáreftirlitsmanna á svæði 10.

    Auglýst var eftir búfjáreftirlitsmönnum með auglýsingu í Bæjarins besta miðvikudaginn 8. október s.l. og að umsóknum bar að skila inn til skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði fyrir 22. október 2003.


    Fimm umsóknir bárust áður en umsóknarfrestur rann út, frá eftirtöldum aðilum:


    Kristjáni Jónssyni, búfræðikandidat, Hjallavegi 16, Ísafirði.


    Ómari Dýra Sigurðssyni, búfræðingi, Ketilseyri, Dýrafirði.


    Jóni Reyni Sigurðssyni, búfræðingi, Fjarðargötu 60, Þingeyri.


    Kristjáni Högna Jónssyni, búfræðingi, Ósi, Bolungarvík


    Birni Baldurssyni, búfræðingi, Vigur, Súðavíkurhreppi.


    Umsókn barst frá Karli Guðmundssyni, Bæ, Súgandafirði eftir að umsóknarfrestur var runninn út.


    Helga Guðný Kristjánsdóttir spurðist fyrir um starf búfjáreftirlitsmanns, en þá var umsóknarfrestur runninn út.


    Hér vék Björn Baldursson af fundi sökum vanhæfi þar sem hann er einn af umsækjendum um starf búfjáreftirlitsmanns.


    Allir umsækjendur eru með menntun til starfsins og eru því hæfir.


    Eftir að umsóknir höfðu verið skoðaðar lagði búfjáreftirlitsnefnd það til að eftirtaldir væru ráðnir búfjáreftirlitsmenn.


    Kristján Högni Jónsson, búfræðingur, Ósi, Bolungarvík


    Björn Baldursson, búfræðingur, Vigur, Súðavíkurhreppi.


    Kristján Jónsson, búfræðikandidat, Hjallavegi 16, Ísafirði.


    Nefndin vill þakka öllum umsækjendum fyrir og mun kynna þeim niðurstöður fundarins.


    Hér kom Björn Baldursson aftur inn á fundinn og var kynnt niðurstaða nefndarinnar.


    Björn vildi að eftirfarandi væri bókað: "Þar sem tillaga er um að ég verði ráðinn búfjáreftirlitsmaður á búfjáreftirlitssvæði 10 mun ég hafa samband við oddvita Súðavíkurhrepps og segja mig úr búfjáreftirlitsnefndinni".





  2. Fjárhagsáætlun.


Rætt um kostnað við búfjáreftirlit. Rekstraryfirlit þarf að koma frá sveitarfélögunum áður en fjárhagsáætlunargerð getur farið af stað.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30


Þórir Örn Guðmundsson, formaður. Margrét Ólafsdóttir, ritari.


Björn Baldursson. Guðmundur Steinþórsson.


Jóhann Hannibalsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?