Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 99. fundur - 15. maí 2008

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir. Björn Jóhannesson  og Barði Ingibjartsson boðaðu forföll sem og varamenn þeirra. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari:  Guðný Steingrímsdóttir.



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



2. Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum - þingsályktunartillaga  2008-04-0111


Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.   Frestur til að skila umsögn um tillöguna er liðinn og ekki var hægt að fá umbeðinn frest til að skila umsögn.



3. Dagur barnsins    2008-05-0011.


Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti dagsett 2. maí s.l., er fjallar um ?dag barnsins?, er haldinn verður þann 25. maí n.k. og hlotið hefur yfirskriftina ,,Gleði og samvera?.  Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fagnar tilkomu  ?dags barnsins? og hvetur sveitarfélögin til að stuðla að samveru fjölskyldunnar þennan dag. Barnaverndarnefnd hvetur jafnframt sveitarfélögin til að tilnefna tengiliði fyrir sína hönd til að vera í sambandi við framkvæmdanefnd verkefnisins.



4. Diplómanám í barnavernd    2008-05-0008.


Lagt fram til kynningar bréf  dags. 2. maí 2008 frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands um diplómanám í barnavernd sem ætlað er fagfólki sem lokið hefur námi í félags- eða heilbrigðisvísindum og hefur starfsreynslu á sviði barnaverndar.  Námið hefst haustið 2008.



5. Sískráning í barnavernd.


Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndartilkynninga fyrir apríl 2008.  Í mánuðinum komu sjö tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum um jafnmörg börn.



6. Önnur mál.


Skýrsla umboðsmanns barna um skólagöngu barna sem voru í fóstri á vegum barnaverndarnefnda 2005-2007.


Lögð fram til kynningar skýrsla umboðsmanns barna um skólagöngu barna sem voru í fóstri á vegum barnaverndarnefnda 2005-2007.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:25





Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Kristrún Hermannsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Sædís M. Jónatansdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?