Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 86. fundur - 6. september 2007

Mættir voru: Kristrún Hermannsdóttir, varaformaður, Birna Lárusdóttir, Barði Ingibjartsson, Albertína Fr. Elíasdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir.


Auk þess sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna V. Einarsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.  Fundarritari:  Margrét Geirsdóttir.1. Kosning formanns.


Einn nefndarmaður gaf kost á sér, Kristjana Sigurðardóttir, og var hún einróma kosin formaður.


 


2. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.3. Sískráning barnaverndarmála í ágúst 2007.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í ágúst 2007.  Í mánuðinum komu 14 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.4. Athugun á eðli og umfangi líkamlegs ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, sem tilkynnt var til barnaverndarnefnda árið 2006.   2007-09-0025.


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu þar sem greint er frá rannsókn sem Barnaverndarstofa ætlar að gera til að varpa skýrara ljósi á umfang og viðbrögð við líkamlegu ofbeldi gagnvart börnum.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:27


Kristrún Hermannsdóttir,  varaformaður.


Barði Ingibjartsson.    


Albertína Fr. Elíasdóttir.


Bryndís Friðgeirsdóttir.  


Birna Lárusdóttir.


Anna V. Einarsdóttir.      


Sædís M. Jónatansdóttir.


Margrét Geirsdóttir,  yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?