Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 73. fundur - 5. október 2006

Mættir voru:  Laufey Jónsdóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Barði Ingibjartsson,  og  Bryndís G. Friðgeirsdóttir  Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Kristjana Sigurðardóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.


Fundarritari:  Ingibjörg María Guðmundsdóttir



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



2. Forvarnir og bréf til sveitarstjórna.


Formaður upplýsti um fund er hún átti með bæjarráði Ísafjarðarbæjar í framhaldi af bréfi barnaverndarnefndar um forvarnir í sveitarfélögum. Rætt um afgreiðslu bréfa sem send voru hinum sveitarstjórnunum.



3. Gerð framkvæmdaráætlunar.


Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar í barnavernd.



4. Starfsdagur formanna barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu.


Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu þar sem formenn barnaverndarnefnda eru boðaðir til starfsdags þann 6. nóvember n.k. Starfsdagurinn er liður í fræðslustefnu Barnaverndarstofu.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:02.


Laufey Jónsdóttir, formaður.


Kristrún Hermannsdóttir.                                                             


Barði Ingibjartsson.


Júlía Sæmundsdóttir.           


Bryndís G. Friðgeirsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.                                                





Er hægt að bæta efnið á síðunni?