Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 71. fundur - 24. ágúst 2006

Mættir voru:  Laufey Jónsdóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir og Barði Ingibjartsson.  Kristjana Sigurðardóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Albertína F. Elíasdóttir.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir boðaði forföll sem og varamaður hennar.  Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Fundarritari:  Anna V. Einarsdóttir.1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Skemmtanir/forvarnir.  2006-07-0071.


Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 28. júlí sl. þar sem að meðal annars er greint frá því að félagsmálaráðherra hafi verið falið af hálfu ríkisstjórnarinnar að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum á Íslandi og að móta heildstæða forvarnarstefnu.  Barnaverndarstofu hefur verið falið að stýra verkefninu og leita eftir samstarfi við opinbera og einkaaðila sem vinna forvarnarstarf.


Lagt fram til kynningar.3. Vinnulag og hlutverk barnaverndarnefndar.


Farið yfir vinnulag og hlutverk nefndarinnar.  Meðal annars rætt um hlutverk nefndarinnar í forvarnarmálum. 


Ingibjörgu M. Guðmundsdóttur falið að senda bréf til bæjarstjórna þeirra sveitarfélaga sem standa að barnaverndarnefndinni og fá fram afstöðu þeirra til þess að barnaverndarnefnd verði falið aukið hlutverk sem felist í því að nefndin sé eins konar sameiningartákn fyrir þá aðila sem vinna að stefnumörkum í forvörnum í víðu samhengi.4. Handbók/kynningarfundur.  2004-02-0033.


Lögð fram fullbúin handbók barnaverndarnefndar fyrir samstarfsaðila.


Ákveðið að boða til kynningarfundar seinni hluta september þar sem samstarfsaðilum og fleirum verður kynnt notagildi bókarinnar og bókin afhent.5. Sískráning í júlí 2006.  2006-02-0038.


Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í júlí 2006.  Í mánuðinum komu 14 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.6. Önnur mál.


a. Fundartími nefndarinnar.


Ákveðið að reglulegur fundartími nefndarinnar verði þriðji fimmtudagur í hverjum mánuði kl. 10.00.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.30.


Laufey Jónsdóttir, formaður.


Kristrún Hermannsdóttir.                                                             


Barði Ingibjartsson.


Albertína F. Elíasdóttir.          


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.                                                

Er hægt að bæta efnið á síðunni?