Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 70. fundur - 4. júlí 2006

Mættir voru kjörnir fulltrúar: Laufey Jónsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Kristrún Hermannsdóttir og Barði Ingibjartsson og varafulltrúar Albertína F. Elíasdóttir, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir og Sigurdís Samúelsdóttir. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Fundarritari:  Margrét Geirsdóttir.



1. Kosning formanns og varaformanns.


Barnaverndarnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu, að Laufey Jónsdóttir verði formaður barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.


Jafnframt samþykkir barnaverndarnefnd með fjórum atkvæðum gegn einu, að Kristrún Hermannsdóttir verði varaformaður barnaverndarnefndar.



2. Erindisbréf barnaverndarnefndar.


Farið yfir hlutverk barnaverndarnefndar skv. erindisbréfi nefndarinnar.


Lagt fram til kynningar.



3. Umboð barnaverndarnefndar til starfsmanna.


Farið yfir umboð barnaverndarnefndar til starfsmanna, sem er í gildi.


Lagt fram til kynningar.



4. Verklagsreglur barnaverndarnefndar.


Farið yfir verklagsreglur barnaverndarnefndar, sem í gildi eru.


Lagt fram til kynningar.



5. Skýrsla barnaverndarnefndar s.l. kjörtímabils.


Lögð fram skýrsla barnaverndarnefndar s.l. kjörtímabils þar sem lýst er verkefnum nefndarinnar fyrir allt kjörtímabilið.


Lagt fram til kynningar.


Varafulltrúar Albertína F. Elíasdóttir, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir og


Sigurdís Samúelsdóttir, véku af fundi eftir fimmta lið dagskrár.





6. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:53.





Laufey Jónsdóttir, formaður.


Kristjana Sigurðardóttir.                                                              


Bryndís G. Friðgeirsdóttir.


Kristrún Hermannsdóttir.                                                             


Barði Ingibjartsson.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.                                                


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?