Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 69. fundur - 24. maí 2006

Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson og Védís Geirsdóttir.  Kristrún Hermannsdóttir mætti ekki og hennar varamaður sá sér ekki fært að mæta. Helga Sigurjónsdóttir boðaði forföll og ekki náðist í varamann í hennar stað.  Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.  


Fundarritari:  Margrét Geirsdóttir.



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.


Varamaður, Hörður Högnason, mætti til fundar kl. 10:30.



2. Sískráning í janúar 2006.


Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í apríl 2006.


Lagt fram til kynningar.



3. Skýrsla um störf nefndarinnar.


Lögð fram drög að skýrslu nefndarmanna um starfsemi nefndarinnar á yfirstandandi -kjörtímabili. Nefndin samþykkir skýrsluna en felur skýrsluhöfundum að gera breytingar á henni í samræmi við umræður á fundinum.  



4. Handbók barnaverndar.


Lögð fram próförk að nýrri handbók barnaverndar sem forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Ingibjörg María Guðmundsdóttir kynnti fyrir nefndarmönnum.  Vinnsla handbókarinnar er á lokastigi. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:00.


Laufey Jónsdóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.      


Védís Geirsdóttir.     


Hörður Högnason.      


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.    


Margrét Geirsdóttir.   





Er hægt að bæta efnið á síðunni?