Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 66. fundur - 9. mars 2006


Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir og Þóra Hansdóttir. Auk þess sat fundinn Anna V. Einarsdóttir, starfmaður á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.   Fundarritari:  Anna V. Einarsdóttir. 1.      Trúnaðarmál.Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar. 2.      Sískráning fyrir febrúar 2006.   2006-02-0038.Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í janúar 2006.  Í mánuðinum komu 13 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. 3.      Frumvarp til laga um um meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög, brottvísun og heimsóknarbann.   2006-02-0138.Barnaverndarnefnd samþykkir að senda Allsherjarnefnd Alþingis bréf þar sem að vísað er til umsagnar er nefndin sendi Allsherjarnefnd í desember 2003 og varðaði frumvarp sama efnis.  4.      Forvarnir.Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá- vest, mætti til fundar við nefndina til að kynna starfsemi Vá-vest og ræða forvarnarmál.  Formanni falið að boða til fundar formenn annarra nefnda á svæðinu sem koma að forvarnarmálum. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.30.   Laufey Jónsdóttir, formaður.  Björn Jóhannesson.                                                       Védís Geirsdóttir.          Helga Sigurjónsdóttir.                                                   Þóra Hansdóttir..                                   Anna V. Einarsdóttir.                            Er hægt að bæta efnið á síðunni?