Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 64. fundur - 12. janúar 2006

Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Guðni Geir Jóhannesson, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir. Kristrún Hermannsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Anna V. Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.

1. Trúnaðarmál.Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Sískráning fyrir nóvember 2005. 2005-02-0022.Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í desember 2005. Í mánuðinum komu 14 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.3. Ársfjórðungsskýrsla Barnaverndarstofu. 2004-12-0033.Lögð fram til kynningar skýrsla Barnaverndarstofu fyrir þriðja ársfjórðung 2005. Í skýrslunni hefur Barnaverndarstofa tekið saman upplýsingar um fjölda barnaverndartilkynninga á þriðja ársfjórðungi 2005.4. Tilraunarverkefni Barnaverndarstofu. 2005-12-0038.Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu þar sem greint er frá tilraunaverkefni sem Barnaverndarstofa hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd. Tilraunaverkefnið felst í notkun ASEBA spurningalista (The Acenbach System Empirically Based Assessment) þegar leggja á mat á þörf barna fyrir sérhæfð úrræði.5. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.Ingibjörg María Guðmundsdóttir kynnti stöðu mála í gerð handbókar en hún er á lokastigi. Drög að texta handbókarinnar verða nú send til kynningar og samþykktar til viðkomandi sveitarstjórna.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:02.


Laufey Jónsdóttir, formaður.


Guðni Geir Jóhannesson. Védís Geirsdóttir.


Helga Sigurjónsdóttir. Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Anna V. Einarsdóttir. Margrét Geirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?