Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 119. fundur - 17. nóvember 2011

1.       Trúnaðarmál.

Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar. Hafdís Gunnarsdóttir vék af fundi undir umfjöllun máls nr. 2011110016.

 

2.      Sískráning.          

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í mars til september 2011.

 

3.      Samtölur 2010.

Lagðar fram til kynningar Samtölur 2010, sem eru eins konar ársskýrsla, sem skilað er frá barnaverndarnefndum til Barnaverndarstofu. Á árinu 2010 voru 172 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. 

 

4.   Staðlar fyrir vistun eða fóstur barna.

Lagir fram til kynningar endurskoðaðir staðlar sem Barnaverndarstofa hefur gefið út, fyrir vistun eða fóstur á vegum barnaverndaryfirvalda. Staðlarnir eru ætlaðir til þess að skilgreina verklag, bæta gæði umönnunar og meðferðar og treysta öryggi og rétt barna, sem eru vistuð utan heimilis á Íslandi.

 

5.   Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum  á vegum Barnaverndarstofu, september til desember 2010.   2011-06-0080.

Lögð fram til kynningar greinargerð Jóns Björnssonar, sálfræðings, um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu í september til desember 2010.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:50.

 

Rósa Ingólfsdóttir, formaður.

Hafdís Gunnarsdóttir.                                                            

Bryndís Friðgeirsdóttir.

Barði Ingibjartsson.                                                                

Anna Valgerður Einarsdóttir.

Sædís María Jónatansdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?