Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 115. fundur - 16. febrúar 2011

Mætt voru: Rósa Ingólfsdóttir formaður, Hafdís Gunnarsdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll en í hans stað mætti Ester Unnsteinsdóttir. Fjóla Bjarnadóttir boðaði forföll sem og varamaður. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

 

Fundarritari:    Sædís María Jónatansdóttir.

                       

1.       Trúnaðarmál.

Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

 

2.      Sískráning í janúar 2011.         

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í janúar 2011. Í janúar komu 10 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

 

3.      Samtala 2011.

Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 26. janúar 2011 þar sem stofan minnir á að barnaverndarnefndir þurfi að vera búnar að skila inn samtölueyðublaði fyrir 2010 fyrir 1. maí 20101 sbr. 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnaverndarstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að skila eyðublöðunum á tilteknum tíma þannig að stofan hafi tiltækar upplýsingar um þróun mála hjá nefndum landsins en það er enn mikilvægara nú í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Barnaverndarstofa mun áminna þær nefndir sem ekki hafa skilað inn endanlegum upplýsingum vegna ársins 2010 fyrir 1. júní 2011, sbr. 4. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:45.

 

Rósa Ingólfsdóttir, formaður

Hafdís Gunnarsdóttir

Bryndís Friðgeirsdóttir

Ester Unnsteinsdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?