Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 114. fundur - 1. febrúar 2011


Mætt voru: Rósa Ingólfsdóttir, formaður, Hafdís Gunnarsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Fjóla Bjarnadóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Fundarritari: Sædís María Jónatansdóttir.                                                1.            Trúnaðarmál.Sex trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar. 2.            Sískráning í júlí til desember 2010. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í júlí til desember 2010. Í júlí voru 5 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, í ágúst voru þær 11, í september  voru 26 tilkynningar, í október voru 11 tilkynningar, í nóvember voru 6 tilkynningar og í desember voru 13 tilkynningar.   3.            Uppsögn þjónustusamnings við Reykhólahrepp.Lagt fram til kynningar bréf dags. 17. janúar 2011 frá Margréti Geirsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, til Reykhólahrepps. Í bréfinu er samningi um barnavernd í Reykhólahreppi dags. 18. október 2004 sagt upp frá og með 1. febrúar 2011. Vísað er til þess að um s.l. áramót  voru málefni fatlaðra flutt yfir frá ríki til sveitarfélaga og þess að félagsmálastjóri hefur verið ráðinn til Reykhóla- og Strandahrepps.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum þakkar Reykhólahreppi samstarfið á liðnum árum og fagnar nýrri félagsþjónustu á Vestfjörðum. 4.            Talaðu við mig.  - Morgunverðarfundur og námskeið Barnaverndarstofu.Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 17. janúar 2011, þar sem stofan boðar til morgunverðarfundar og námskeiðs þann 11. febrúar n.k., um samtöl við börn og unglinga í barnaverndarstarfi. Tilefni fundarins er  útgáfa Barnaverndarstofu á fræðsluritinu og myndbandinu ,,TALAÐU VIÐ MIG?, leiðbeiningum fyrir barnaverndarstarfsmenn í samtölum við börn. 5.            Fundir barnaverndarnefndar.Rætt um fyrirkomulag funda barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Ákveðið að fram til vors fundi nefndin á sex vikna fresti. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:00. Rósa Ingólfsdóttir, formaður.Hafdís Gunnarsdóttir.                                                            Bryndís Friðgeirsdóttir.Barði Ingibjartsson.Anna Valgerður Einarsdóttir.                                                Sædís María Jónatansdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?