Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 113. fundur - 12. júlí 2010


Mætt voru: Rósa Ingólfsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Fjóla Bjarnadóttir boðaði forföll, sem og varamaður. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Anna Valgerður Einarsdóttir starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir vék af fundi eftir dagskrálið tvö.



 



Fundarritari:    Anna Valgerður Einarsdóttir.



                                              



1.            Kosning formanns og varaformanns barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.



Rósa Ingólfsdóttir var tilnefnd sem formaður barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Barnaverndarnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum.



Bryndís Friðgeirsdóttir var tilnefnd sem varaformaður barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Barnaverndarnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum



 



2.      Afhending nefndargagna.



Fulltrúum nefndarinnar afhent erindisbréf barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Auk þess var fulltrúum nefndarinnar afhent Handbók barnaverndarmála sem gefin var út af barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum árið 2006. Rætt um helstu verkefni barnaverndarnefndar, fundartíma, fundarboð og forföll.



 



3.      Trúnaðarmál.



Tvö trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



 



4.      Sískráning í maí og júní 2010.  



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í maí og júní 2010. Í maí kom 21 tilkynning til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í júní voru tilkynningar 25.



 



5.      Samtölur 2009.



Lagðar fram til kynningar Samtölur 2009, sem sendar hafa verið Barnaverndarstofu. Samtölur eru einskonar ársskýrslur barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2009 bárust barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 140 tilkynningar um 96 börn. Flestar tilkynningar bárust frá lögreglunni eða 40 tilkynningar, sem er samt sem áður mikil fækkun frá árinu 2008 en þá kom 71 tilkynning frá lögreglunni. Flestar tilkynninganna voru um vanrækslu barna eða 66 tilkynningar.



 



6.      Samanburður á tölulegum upplýsingum hjá barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir samanburð á tölulegum upplýsingum hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árin 2002 til 2009. Áður lagt fram á fundi barnaverndarnefndar í febrúar sl. en nú hefur verið bætt við öllum upplýsingum fyrir árið 2009.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:30.






Rósa Ingólfsdóttir, formaður


Hafdís Gunnarsdóttir


Bryndís Friðgeirsdóttir
 



Barði Ingibjartsson 



Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu


Anna Valgerður Einarsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?