Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 110. fundur - 29. apríl 2010


Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Helgi Sigmundsson boðaði forföll. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Fundarritari:  Anna Valgerður Einarsdóttir. 1.      Trúnaðarmál.Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar. 2.      Bréf frá Ólafi Hallgrímssyni.Lagt fram bréf frá Ólafi Hallgrímssyni, fulltrúa í barnaverndarnefnd, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í barnaverndarnefnd vegna flutnings af svæðinu. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum þakkar Ólafi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 3.      Sískráning í febrúar og mars 2010.     Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í febrúar og mars 2010. Í febrúar komu 19 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í mars komu 13  tilkynningar.                                              4.      Greinargerð um eftirlit með meðferðarheimilum. 2010-03-0052.   Lögð fram til kynningar greinargerð Barnaverndarstofu um eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu. 5.      Samtölur 2009. 2006-03-0115.Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu um samtölur 2009, þar sem barnaverndarnefndir eru minntar á að skila skuli samtölum 2009 fyrir 1. maí nk. Þær nefndir sem ekki hafa skilað inn endanlegum upplýsingum fyrir 2009 fyrir 1. júní 2010, munu fá áminningu frá Barnaverndarstofu sbr. 4. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni dags. 26. mars 2010. Velferðarvaktinni er ætlað að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Í bréfinu er ítrekað mikilvægi þess að alltaf séu til sem nýjastar upplýsingar um stöðu mála hjá barnaverndarnefndum og þær hvattar til að skila sískráningu og árskýrslum til Barnaverndarstofu innan réttra tímamarka. 6.      Starfsdagur Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum.Lögð fram til kynningar gögn frá starfsdegi félagsmálastjóra sem haldinn var 19. mars 2010.  Á starfsdeginum voru m.a. kynntar nýjar verklagsreglur um meðferð tilkynninga er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.40.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður


Kristrún Hermannsdóttir


Bryndís FriðgeirsdóttirBarði Ingibjartsson


Margrét Geirsdóttir


Anna Valgerður Einarsdóttir


Sædís María JónatansdóttirEr hægt að bæta efnið á síðunni?