Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 106. fundur - 5. nóvember 2009

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Barði Ingibjartsson, Bryndís Friðgeirsdóttir, Ólafur Hallgrímsson og Einar Guðmundsson. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari:  Guðný Steingrímsdóttir.





1. Trúnaðarmál.


Eitt trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



2. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í ágúst og september 2009. Í ágúst komu 9 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í september komu 4 tilkynningar.



3. Nemendaverndarráð.


Rætt um samstarf barnaverndar við nemendaverndarrráð grunnskólanna á svæðinu. Góð reynsla barnaverndarstarfsmanna er af viðveru á nemendaverndarráðsfundum Grunnskólans á Ísafirði.


Barnaverndarnefnd óskar eftir að slík samvinna verði tekin upp við aðra grunnskóla á starfssvæði nefndarinnar á norðanverðum Vestfjörðum.



4. Úttekt á starfsemi meðferðarheimilisins að Árbót. 2009-02-0091.


Lögð fram til kynningar úttekt félags- og tryggingamálaráðuneytisins á starfsemi meðferðarheimilisins að Árbót í Aðaldal, dags. 1. okt. sl. Í úttektinni koma fram upplýsingar er lúta almennt að starfsemi heimilisins og hefur Barnaverndarstofa óskað eftir að hún verði kynnt öllum barnaverndarnefndum í landinu.



5. Ýmsar tölulegar upplýsingar um barnaverndarmál árin 2007 og 2008.


Lagðar fram til kynningar tvær skýrslur Barnaverndarstofu um ýmsar tölulegar upplýsingar um barnaverndarmál fyrir árin 2007 og 2008.



6. Samanburður á barnaverndarmálum fyrstu sex mánuði ársins 2008 og 2009.


Lögð fram til kynningar skýrsla Barnaverndarstofu um samanburð á barnaverndarmálum á fyrstu sex mánuðum áranna 2008 og 2009.



7. Meðferðarúrræði fyrir unga gerendur.


Lögð fram til kynningar tilkynning Barnaverndarstofu um nýtt meðferðarúrræði fyrir unga gerendur í kynferðisbrotamálum. Um er að ræða samning sem félagsmálaráðuneytið hefur gert við faghóp þriggja sálfræðinga um þjónustu við börn sem sýna af sér óæskilega eða skaðlega kynferðislega hegðun. Þjónustan felst í að gera áhættumat og veita meðferð með viðurkenndum matstækjum og aðferðum á borð við hugræna atferlismeðferð.



8. Nýjar kannanir á heimilisofbeldi.


Lögð fram til kynningar tilkynning frá félags- og tryggingamálaráðuneyti um niðurstöður tveggja nýrra kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Þeir hlutar rannsóknarinnar sem tilkynningin nær til lúta að félagsþjónustu og barnavernd annars vegar og hins vegar að grunnskólanum.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  11:07.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Barði Ingibjartsson.      


Bryndís Friðgeirsdóttir.     


Ólafur Hallgrímsson.      


Einar Guðmundsson.


Anna Valgerður Einarsdóttir.     


Guðný Steingrímsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?