Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 105. fundur - 3. september 2009

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir og Helgi Sigmundsson. Barði Ingibjartsson og Bryndís Friðgeirsdóttir mættu ekki á fundinn og boðuðu ekki forföll. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari:  Guðný Steingrímsdóttir.1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Bréf  Björns Jóhannessonar, hrl. ? Beiðni um lausn frá störfum í barnaverndar nefnd á norðanverðum Vestfjörðum. 2009-02-0024. 


Lagt fram bréf Björns Jóhannessonar, hrl., dagsett 17. ágúst sl., þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum, sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.  Ástæðan fyrir beiðninni er að Björn mun flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu á næstu dögum og missir við það kjörgengi sem fulltrúi í nefndum á vegum sveitarfélagsins.  Björn þakkar öllum nefndarmönnum í barnaverndarnefnd og starfsmönnum á Skóla- og fjölskylduskrifstofu fyrir gott samstarf.


Barnaverndarnefnd þakkar Birni Jóhannessyni fyrir vel unnin störf í barnarverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum og óskar honum velfarnaðar.3. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í júní og júlí 2009. Í júní komu 19 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í júlí komu 14 tilkynningar.4. Ársskýrsla Neyðarlínunnar 112.


Lögð fram til kynningar Ársskýrsla Neyðarlínunnar 112 sem meðal annars hefur það hlutverk að taka á móti barnaverndartilkynningum. Á árinu 2008 tók Neyðarlínan 112 á móti 551 símtali er vörðuðu barnavernd.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:10


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Helgi Sigmundsson.


Kristrún Hermannsdóttir.


 Anna Valgerður Einarsdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?