Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 104. fundur - 4. júní 2009

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Björn Jóhannesson og  Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll sem og varamaður. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í mars og apríl 2009. Í mars komu 5 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í apríl komu 10 tilkynningar.3. Tilkynning um leyfi til reksturs sumardvalarheimilis/sumarbúða.   


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 27. apríl 2009 þar sem tilkynnt er um leyfi til sr. Fjölnis Ásbjörnssonar fyrir hönd Friðarsetursins í Holti til að reka sumardvalarheimili eða sumarbúðir.4. Lög um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 með síðari breytingum.


Lögð fram til kynningar lög um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002, með síðari breytingum ásamt óbreyttum þeim lagagreinum sem breytingin tekur til, til samanburðar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:43


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.


Kristrún Hermannsdóttir.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Margrét Geirsdóttir


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?