Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 103. fundur - 24. mars 2009

Árið 2009, þriðjudaginn 24. mars kl. 11:00 hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. 


Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Björn Jóhannesson og  Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sigurdís Samúelsdóttir. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu kom til fundar kl. 12:00.


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



2. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í desember 2008 og janúar og febrúar 2009.  Í desember komu 12 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, í janúar komu 11 tilkynningar og 22 í febrúar.



3. Starfsdagar félagsmálastjóra.    


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 3. desember 2008 um starfsdaga félagsmálastjóra og samantekt eftir starfsdag sem Barnaverndarstofa hélt með félagsmálastjórum 7. mars 2008.



4. Vinnubrögð starfsmanna í Barnahúsi.  2009-02-0091


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 19. febrúar 2009 og afrit af bréfi Barnaverndarstofu til umboðsmanns Alþingis með sömu dagsetningu þar sem fjallað er um hlutverk starfsmanna í Barnahúsi við skýrslutöku fyrir dómi.



5. Umönnun ungra barna í efnahagslega vel stæðum löndum.  2008-12-0027.


Lögð fram til kynningar skýrsla Unicef um umönnun ungra barna í efnahagslega vel stæðum löndum. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Ísland stendur sig vel í samanburði við önnur OECD lönd.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:30.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.


Kristrún Hermannsdóttir.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Sigurdís Samúelsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir.


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?