Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 103. fundur - 24. mars 2009

Árið 2009, þriðjudaginn 24. mars kl. 11:00 hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. 


Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Björn Jóhannesson og  Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sigurdís Samúelsdóttir. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu kom til fundar kl. 12:00.


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í desember 2008 og janúar og febrúar 2009.  Í desember komu 12 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, í janúar komu 11 tilkynningar og 22 í febrúar.3. Starfsdagar félagsmálastjóra.    


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 3. desember 2008 um starfsdaga félagsmálastjóra og samantekt eftir starfsdag sem Barnaverndarstofa hélt með félagsmálastjórum 7. mars 2008.4. Vinnubrögð starfsmanna í Barnahúsi.  2009-02-0091


Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu dags. 19. febrúar 2009 og afrit af bréfi Barnaverndarstofu til umboðsmanns Alþingis með sömu dagsetningu þar sem fjallað er um hlutverk starfsmanna í Barnahúsi við skýrslutöku fyrir dómi.5. Umönnun ungra barna í efnahagslega vel stæðum löndum.  2008-12-0027.


Lögð fram til kynningar skýrsla Unicef um umönnun ungra barna í efnahagslega vel stæðum löndum. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Ísland stendur sig vel í samanburði við önnur OECD lönd.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:30.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.


Kristrún Hermannsdóttir.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Sigurdís Samúelsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir.


Margrét Geirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?