Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 102. fundur - 18. desember 2008

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Björn Jóhannesson og  Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sigurdís Samúelsdóttir. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Björn Jóhannesson vék af fundi kl. 10.30.


Fundarritari:  Anna Valgerður Einarsdóttir.1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.2. Staða og líðan fósturforeldra.  2008-01-0094.    


Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu, þar sem mælt er eindregið með því við barnaverndarnefndir, sem bera ábyrgð á fósturráðstöfunum barna, að þær kanni stöðu og líðan fósturforeldra og þeirra barna sem þau hafa í fóstri.3. Sískráning barnaverndar.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í september, október og nóvember 2008.  Í september komu 25 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, í október og nóvember voru 21 tilkynning hvorn mánuð.4. Ný útgáfa af tilkynningareyðublöðum og sískráningareyðublöðum.


Lögð fram til kynningar ný eintök af tilkynningareyðublöðum og sískráningareyðublöðum, sem Barnaverndarstofa óskar eftir að tekin verði í nokun í janúar 2009. Á þessum eyðublöðum verður gerð grein fyrir fjölda tilkynninga vegna barna, sem búa við heimilisofbeldi og búa hjá foreldrum sem eru í neyslu áfengis- og/eða fíkniefna.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:45.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.


Kristrún Hermannsdóttir.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Sigurdís Samúelsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Sædís M. Jónatansdóttir.     


Guðný Steingrímsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?