Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 101. fundur - 2. október 2008

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir og Björn Jóhannesson.  Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson boðuðu forföll sem og varamenn þeirra.  Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir vék af fundi kl. 10:35.


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



2. Ársskýrsla Barnaverndarstofu. 2003-05-0057    


Lögð fram til kynningar ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin 2006 til 2007.



3. Mat á reynslu af barnaverndarlögum. 2008-01-0094


Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu um skipun starfshóps sem falið er að meta reynsluna af barnaverndarlögunum nr. 80/2002 og gera tillögur um breytingar eftir því sem ástæða er til.  Starfshópurinn óskar eftir að barnaverndarnefndir og félagsmálastjórar fjalli um þetta erindi og skili athugasemdum ef einhverjar eru til Barnaverndarstofu. Starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að senda ábendingar um það sem nefndin telur að mætti betur fara varðandi barnaverndarlögin til starfshópsins í samræmi við það sem rætt var á fundinum.



4. Norræna barnaverndarráðstefnan 2009. 2008-01-0094


Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Barnaverndarstofu til forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu um norrænu barnaverndarráðstefnuna sem haldin verður í Bergen 9. til 11. september 2009.



5. Staðlar fyrir vistun eða fóstur á vegum barnaverndaryfirvalda.  2008-08-0031


Lagt fram til kynningar bréf og rit frá Barnaverndarstofu um staðla fyrir vistun eða fóstur barna á vegum barnaverndaryfirvalda.



6. Önnur mál.


Engin önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:15.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson.


Kristrún Hermannsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir. 


Sædís M. Jónatansdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?