Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 100. fundur - 19. júní 2008

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir, Björn Jóhannesson  og Barði Ingibjartsson. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.





1. Samtölur 2007. 2008-01-0094.


Lagðar fram til kynningar Samtölur 2007 sem sendar hafa verið Barnaverndarstofu.  Samtölur eru e.s.k. ársskýrslur barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu.  Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2007 bárust barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 163 tilkynningar um 117 börn.  Flestar tilkynningar bárust frá lögreglunni eða 78 tilkynningar.  Flestar tilkynninganna vörðuðu áhættuhegðun barna eða 77 tilkynningar.





2. Námskeiðið Verndarar barna. 2008-03-0065.


Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur fyrir hönd Sólstafa Vestfjarða, móttekið 31. mars s.l., þar sem fram kemur að Sólstafir ætla að halda námskeiðið ?Verndarar barna? fyrir alla þá sem vinna með börnum í Ísafjarðarbæ. Námskeiðið er ætlað til þess að kenna fullorðnum að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. Óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í kostnaði verkefnisins.


Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum telur málefnið mikilvægt en óskar eftir nánari skýringum á kostnaðinum við námskeiðshaldið.





3. Líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum.


Lagt fram bréf frá Hildigunni Hafsteinsdóttur dags. 26. maí 2008 þar sem að hún býður til sölu embættisritgerð sína í lögfræði við HÍ sem fjallar um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum. Barnaverndarnefnd samþykkir að kaupa eitt eintak af ritgerðinni.





4. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:25.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Bryndís Friðgeirsdóttir.


Kristrún Hermannsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.


Sædís M. Jónatansdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?