Bæjarstjórn - 392. fundur - 19. janúar 2017

 

 

Dagskrá:

1.  

Virðisaukinn - 2013110016

 

Í upphafi fundarins fer fram afhending Virðisaukans 2016, sbr. útnefningu á 135. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar.

 

Forseti bæjarstjórnar afhendir forsvarsmönnum Fossavatnsgöngunnar Virðisaukann vegna ársins 2016, með eftirfarandi rökstuðningi:

"Viðurkenningu og hvatningarverðlaun atvinnu- og menningamálanefndar árið 2016, og þar með farandgripinn Virðisaukann, hlýtur Fossavatnsgangan, sem er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi. Fyrsta gangan fór fram árið 1935 og hefur farið fram árlega frá árinu 1955. Fossavatnsgangan hefur vakið sífellt meiri athygli, bæði hérlendis og erlendis. Mótið var stofnaðili að norrænni mótaröð, FIS Nordic Ski Marathon Cup, er atburður af Landvættunum og er nýlega orðinn hluti af hinni þekktu Worldloppet mótaröð. Allt þetta hefur orðið til þess að þátttaka í göngunni hefur farið vaxandi frá ári til árs. Á árinu 2016 voru 1.000 manns skráð á mótið, þar af tæplega helmingurinn í 50 km gönguna. Gangan fer fram utan háannatíma ferðaþjónustunnar og fyllir Ísafjörð lífi.
Forsvarsmenn Fossavatnsgöngunnar fengu á síðasta ári styrk frá Uppbyggingarsjóði Ferðamannastaða til vinna að uppbyggingu svæðisins, merkingu leiða og lagningar keppnisbrautar sem þeir vonast til að nýtist til skíða, göngu eða hjóla allan ársins hring.“

 

 

Gestir

 

Kristbjörn Sigurjónsson - 17:00

 

Þröstur Jóhannesson - 17:00

 

Heimir Hansson - 17:00

 

   

2.  

Fremri Breiðadalur/Þverárvirkjun - Stofnun Lóðar - 2016120024

 

Lögð er fram tillaga frá 468. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Fremri Breiðadals 2 landnr. 212073 skv. uppdrætti dags. 29. ágúst 2016.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Selakirkjuból / Kaldárvirkjun - Ósk um stofnun lóðar - 2016120026

 

Lögð er fram tillaga frá 468. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Selakirkjubóls landnúmer 141048 skv. uppdrætti dags. 6. september 2016.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Skeiði B - Umsókn um lóð - 2017010027

 

Lögð er fram tillaga frá 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að G.E. Vinnuvélar, fengju lóð inn á Skeiði við Götu B, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða, sbr. umsókn dags. 5. janúar 2017 og meðfylgjandi uppdrætti.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

 

Lögð er fram tillaga frá 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að heimiluð yrði útgáfa framkvæmdaleyfis vegna viðlegustöpuls við Mávagarð, sbr. umsókn Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra hafna Ísafjarðarbæjar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

 

Lögð er fram tillaga frá 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að gerð yrði óveruleg breyting á iðnaðaðar- og athafnalóðum í deiliskipulagi Tunguskeiðs, sem felur í sér hækkun á nýtingarstuðli upp í 1. Miðað við núverandi forsendur deiliskipulags við Tunguskeið er nýtingarhlutfall iðnaðarlóða, sem er 0,2, of lágt miðað við fyrirhugaða nýtingu á svæðinu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Lögð er fram tillaga frá 958. fundi bæjarráðs þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að Trappa ehf. yrði ráðin ráðgjafi og verkefnastjóri samráðshóps leik- og grunnskóla á Flateyri.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

8.  

Fjárhagsáætlun 2017, breyting á gjaldskrá - 2016020047

 

Lögð er fram tillaga frá 958. fundi bæjarráðs þar sem lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á verðskrá skíðasvæðisins þess efnis að mismunandi verð verði á gönguskíðum og svigskíðum í leigunni þar sem mikill munur er á hversu mikla umhirðu skíðin þurfa.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Jónas Þór Birgisson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Fjárhagsaðstoð - 2012120016

 

Lögð er fram tillaga frá 414. fundi félagsmálanefndar um að reglur um fjárhagsaðstoð hjá Ísafjarðarbæ yrðu samþykktar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Gunnhildur Elíasdóttir

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

10.  

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

 

Lögð er fram tillaga frá 414. fundi félagsmálanefndar þar sem lagt var til að reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ yrðu samþykktar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur Elíasdóttir, Jónas Þór Birgisson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

11.  

Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

 

Lögð er fram tillaga forseta bæjarstjórnar um að bæjarstjórn taki undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar frá 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem bæjarráð tók undir á 959. fundi sínum, varðandi frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells í Ísafjarðardjúpi.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða og er umsögnin svohljóðandi:
"Það er sérhverju samfélagi, stóru sem smáu, nauðsynlegt að geta nýtt aðliggjandi auðlindir sér og íbúum sínum til hagsbóta. Í því samhengi skiptir gríðarlega miklu máli að sú auðlindanýting skapi störf á svæðinu og auki hagsæld íbúanna, fyrirtækjanna og samfélaganna í heild. Á þeim forsendum hafa sveitarfélög á Vestfjörðum í fjölda ára haldið á lofti þeirri kröfu að skipulagsvald sveitarfélaga nái til fjarða, flóa og allt að eina mílu út fyrir grunnlínupunkta. Fyrir allnokkrum árum hófst vinna við strandsvæðaskipulag í Ísafjarðardjúpi að frumkvæði sveitarfélaga og Fjórðungsambands Vestfirðinga. Sú vinna hefur hinsvegar legið í dvala í þónokkurn tíma vegna fjárskorts og áhugaleysis ríkisvaldsins. Því má segja að það skorti heildstæða áætlun sem mótar framtíðarsýn í fiskeldi við Ísafjarðardjúp. Heildarskipulag sem gerir grein fyrir markmiðum og ákvörðunum viðkomandi stjórnvalda um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Hver er framtíðarsýnin, hvaða markmið eru sett, hver eru áætluð viðmið og hvernig á að framfylgja stefnu. Einnig hafa bæjaryfirvöld áhyggjur af því að að ekki liggi fyrir umhverfismat á heildarálagi fiskeldis, þar sem sammögnunaráhrif alls fiskeldis í Ísafjarðardjúpi eru metin. Hversu víðtæk eru áhrif fiskeldis, s.s. langtímaáhrif og áhrif á stærri svæði. Hver eru samlegðaráhrif margra fiskeldisleyfa og afleidd áhrif s.s. efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Í frummatsskýrslu Háafells er gert ágætlega grein fyrir hvaða áhrif framkvæmdin getur haft á áðurnefnda þætti. Áætlað er að starfsemi Háafells verði að verulegu eða öllu leiti innan sveitarfélaga á svæðinu og efnahagsleg og samfélagsleg áhrif verða því umtalsverð og jákvæð. Umhverfisáhrif verða einhver, en eins og segir í skýrslunni að verulegu leiti afturkræf og mögulegt að lágmarka með mótvægisaðgerðum. Í ljósi þess sem hér hefur verið tínt til gerir skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ekki athugasemd við Frummatsskýrslu Háafells vegna 6800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi."

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

12.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Lögð er fram tillaga 958. fundar bæjarráðs um að bæjarstjórn samþykki drög að samkomulagi milli milli Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar um greiðslu fullnaðarbóta vegna byggingar Bolungarvíkurganga, þ.á.m. vegna skerðingar á aðstöðu Hestamannafélagsins Hendingar að Búðartúni í Hnífsdal.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

 

13.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Lögð er fram tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þess efnis að Guðfinna Hreiðarsdóttir taki sæti Ásgerðar Þorleifsdóttur í skipulags- og mannvirkjanefnd, breytingin tekur gildi frá og með 1. febrúar n.k.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

14.  

Bæjarráð - 957 - 1612014F

 

Fundargerð 957. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. desember sl., fundargerðin er í 11 liðum.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, varaforseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Bæjarráð - 958 - 1701006F

 

Fundargerð 958. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. desember sl., fundargerðin er í 11 liðum.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, varaforseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Bæjarráð - 959 - 1701012F

 

Fundargerð 959. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. janúar sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti .
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 135 - 1612010F

 

Fundargerð 135. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Félagsmálanefnd - 413 - 1612015F

 

Fundargerð 413. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Félagsmálanefnd - 414 - 1612018F

 

Fundargerð 414. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 29. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

20.  

Fræðslunefnd - 375 - 1612006F

 

Fundargerð 375. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 15. desember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

21.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 174 - 1701009F

 

Fundargerð 174. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn 17. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

22.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 468 - 1612012F

 

Fundargerð 468. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 21. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

23.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 469 - 1701001F

 

Fundargerð 469. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

24.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38 - 1612003F

 

Fundargerð 38. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

25.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39 - 1701005F

 

Fundargerð 39. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. janúar sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?