Bæjarstjórn - 389. fundur - 17. nóvember 2016

 

 

Dagskrá:

1.  

Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á 465. fundi sínum að heimila að skipulags- og matslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Skeiði Gata B - Umsókn um lóð - 2016110025

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á 465. fundi sínum að AB Fasteignir. fengi lóð inn á Skeiði við Götu B, Ísafirði skv. uppdrætti með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015

 

Á 412. fundi félagsmálanefndar kom fram að nefndin telur vera mikla þörf fyrir þjónustu Stígamóta í sveitarfélaginu og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki styrkbeiðni Stígamóta.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Bæjarráð - 951 - 1611005F

 

Fundargerð 951. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. nóvember sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

5.  

Bæjarráð - 952 - 1611009F

 

Fundargerð 952. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. nóvember sl., fundargerðin er í 15 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

6.  

Félagsmálanefnd - 412 - 1610022F

 

Fundargerð 412. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 1. nóvember sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.  

Fræðslunefnd - 373 - 1610016F

 

Fundargerð 373. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 4. nóvember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 173 - 1611006F

 

Fundargerð 173. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 9. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

 

9.  

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 6 - 1611007F

 

Fundargerð 6. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu sem haldinn var 11. nóvember sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 465 - 1610021F

 

Fundargerð 465. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. nóvember sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36 - 1610019F

 

Fundargerð 36. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 1. nóvember sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?