Bæjarstjórn - 388. fundur - 3. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir - 2016070043

 

Tillaga forseta um að bæjarstjórn samþykki að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að skipulagningu byggingar á fjöleignahúsi fyrir fólk með fötlun og 50 ára og eldri íbúa að Sindragötu 4a á Ísafirði, samkvæmt umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlag hjá Íbúðalánasjóði. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita samstarfsaðila við byggingu fasteignarinnar og gera tillögu að því í hvaða formi stofnframlag Ísafjarðarbæjar yrði veitt.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

 

Lögð er fram tillaga um að eftirtaldir skipi starfshóp um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa:

Sigríður Kristjánsdóttir, sem formaður
Marzellíus Sveinbjörnsson
Hafdís Gunnarsdóttir
Kristján G. Jóakimsson, tilnefndur af SFS
Ásgeir Höskuldsson, tilnefndur af Ferðamálasamtökum Vestfjarða

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

 

Tillaga 464. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarstjórn samþykki breytingar á nýju deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir. Er gerð athugasemd um að ekki hafi legið fyrir umsögn siglingasviðs Vegagerðarinnar um lágmarksgólfkóta og kjallarahæðir. Í framhaldi var óskað eftir umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar. Í umsögn um deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, er mælst fyrir að í greinagerð skipulagsins sé gert ráð fyrir lágmarksgólfkóta í hafnarkerfi 4.2 m og lágmarks bæjarkóta 2.9m. Einnig að hönnun kjallara skuli taka mið af tilgreindum flóðahæðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

 

Á 464. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hafin yrði deiliskipulagsvinna við útivistarsvæði við Naustahvilft í samræmi við umsókn um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Tillaga forseta um að Hildur Dagbjört Arnardóttir taki sæti Erlu Rúnar Sigurjónsdóttur í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

 

6.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Bæjarstjóri leggur fram, til fyrri umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2017, ásamt tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020 og tillögum að gjaldskrám 2017.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson,

Forseti leggur til að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn 1. desember nk.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi ályktun f.h. allra bæjarfulltrúa:
"Úrskurður Kjararáðs frá 29. október sl. um hækkun launa æðstu embættismanna ríkisins hefur bein áhrif á laun bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ og nefndarmanna. Samkvæmt útreikningum launadeildar Ísafjarðarbæjar mun ársreikningur sveitarfélagsins hækka um kr. 15.425.761 árið 2017 vegna þessa. Hvorki var gert ráð fyrir þessum hækkunum í fjárhagsáætlun ársins 2016 né í þeirri vinnu sem við höfum unnið vegna fjárhagsáætlunar ársins 2017. Því munu báðar áætlanirnar taka miklum breytingum verði af þessum launahækkunum.
Bæjarfulltrúar og nefndarmenn fengu launahækkun í júní árið 2016 sem var afturvirk til 1. janúar 2016. Greitt er fyrir fastafundi í nefndum til allra nefndarmanna og svo fá bæjarfulltrúar fastar mánaðargreiðslur. Töluverð vinna liggur að baki hjá nefndarmönnum við undirbúa sig undir fundi sem ekki er greitt sérstaklega fyrir og ekki er greitt fyrir fundi fyrir utan fastafundi. Ef sá tími sem þessir einstaklingar nýta í vinnu fyrir sitt sveitarfélag er settur fram sem starfshlutfall má segja að það sé á bilinu 20 -50 %, eftir stöðu viðkomandi.
Ósamið er við ýmsar stórar starfsstéttir sem eru á ábyrgð sveitarfélaganna í landinu eins og tónlistarskólakennara sem hafa verið samningslausir í eitt ár auk þess sem bæði grunn- og leikskólakennarar hafa kallað eftir leiðréttingu á launum sínum miðað við menntun, starfsálag og ábyrgð. Í þeirri samningalotu sem er framundan á almenna markaðnum hefur launanefndum verið sagt að gæta hófs í kröfum sínum, gæta þurfi að stöðugleikanum og gera raunhæfar kröfur um launahækkanir. Því má segja að allt annar tónn sé í þeim launahækkunum sem Kjararáð hefur úthlutuð æðstu embættismönnum ríkisins og þá sjálfkrafa bæjarfulltrúum og þeim væntingum sem hinn almenni launamaður hefur.
Við bæjarfulltrúar Ísfjarðarbæjar leggjum til að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá sveitarfélaginu taki ekki hækkunum samkvæmt nýföllnum úrskurði Kjararáðs. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð þegar vinna við fjárhagsáætlun ársins 2018 hefst í ljósi þróunar launa á vinnumarkaði og frekari úrskurða Kjaradóms. "

Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillögu að ályktun til atkvæða.
Tillaga að ályktun samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Bæjarráð - 950 - 1610020F

 

Fundargerð 950. fundar bæjarráðs sem haldin var 31. október sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Bæjarráð - 949 - 1610014F

 

Fundargerð 949. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. október sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Bæjarráð - 948 - 1610008F

 

Fundargerð 948. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. október sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Bæjarráð - 947 - 1610004F

 

Fundargerð 947. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. október sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 172 - 1609025F

 

Fundargerð 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 5. október sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Fræðslunefnd - 372 - 1609018F

 

Fundargerð 372. fundar fræðslunefndar frá 6. október sl., sem er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 134 - 1609021F

 

Fundargerð 134. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundagerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35 - 1609011F

 

Fundargerð 35. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundargerðin er í 5 liðum

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 463 - 1609020F

 

Fundargerð 463. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. október sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Hafnarstjórn - 187 - 1610013F

 

Fundargerð 187. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Fjallskilanefnd - 8 - 1610015F

 

Fundargerð 8. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 25. október sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 464 - 1610009F

 

Fundargerð 464. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Sif Huld Albertsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?