Bæjarstjórn - 381. fundur - 18. maí 2016

 

 Dagskrá:

1.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á 456. fundi sínum að A yrði samþykkt. Í samræmi við gildandi deiliskipulag og miðast við gerð þjónustuvegar með tveimur vinnuplönum á Hafrafellshálsi.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Jónsson, Sigurður J. Hreinsson og Gunnhildur B. Elíasdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins, leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað og aðrir kostir sem nefndir eru í áliti Verkís, dags. 9. maí sl., verði kostnaðarmetnir og bornir saman við þá tillögu sem liggur fyrir fundinum."

Forseti ber breytingartillögu Daníels Jakobssonar til atkvæða.
Tillagan felld 4-5.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 6-2.

Einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Jónas Þór Birgisson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúi Framsóknar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að bæjaryfirvöld ætli sér að fara í óafturkræfar framkvæmdir á Hafrafellshlíð með því að leggja veg þar upp. Það kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi þann 28. janúar um varnir í Kubba að vilji væri til þess að leita annarra leiða en að leggja veginn upp Hafrafellshlíð. Einnig liggur fyrir minnisblað frá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem það er talið raunhæft að nota kláf til uppsetningar á stoðvirkjum ásamt þyrlu og vegurinn sé því óþarfur. Það er því ótrúlegt að það skuli vera niðurstaðan að leggja veginn upp Hafrafellshlíð og ef menn meina eitthvað með því sem þeir segja um opið lýðræði og bætta stjórnsýslu ættu þeir að byrja á að hlusta á þær athugasemdir og kröfur sem hafa komið fram í ferli þessa máls um að lágmarka umhverfisáhrif."

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
"Framkvæmdin gerir ráð fyrir að þjónustuvegur yrði lagður og afmáður eins og kostur er, til að auðvelda framkvæmdir við uppsetningu upptakastoðvirkja. Forsendur þessarar ákvörðunar er að finna í deiliskipulagi og umhverfismati sem unnið var á árunum 2004-6. Í deiliskipulagsferli var virkt athugasemdaferli og var á því stigi hlustað eftir óskum íbúa svæðisins, en við framkvæmd sem þessa er ljóst að ekki verður mögulegt að verða við öllum óskum þeirra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd afgreiddi málið samhljóða á þann veg að leið-A væri heppilegasta leiðin við framkvæmdina.
Við veitingu framkvæmdaleyfis verða ítrekaðar þær kröfur að gengið verði eins vel frá ummerkjum um veglagninguna eins og framast er unnt. Ekki er því hægt að líta svo á að um óafturkræfa framkvæmd sé að ræða.
Bæjarfulltrúar Í-listans líta því svo á að ekki þurfi lengri tíma til ákvarðanatöku. Afar ólíklegt verður að telja að frekari frestun verði til þess að niðurstaðan verði önnur."

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:28

 

 

Gunnar Jónsson

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?