Bæjarstjórn - 378. fundur - 7. apríl 2016

 

Dagskrá:

1.  

Endurskoðun samþykkta vegna daggæslu í heimahúsum - 2012110034

 

Á 372. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga 404. fundar félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórn að meðferð umsókna um leyfi til daggæslu í heimahúsum yrði flutt af verksviði nefndarinnar til fræðslunefndar. Enn fremur samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarstjóra að breytingum á erindisbréfum fræðslunefndar og félagsmálanefndar og samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri leggur fram til annarrar umræðu breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, sbr. 2. tölulið 15. gr. samþykktanna.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Tillögur að breytingum á fundum vegna ársreiknings Ísafjarðarbæjar - 2016030064

 

924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að haldnir verði aukafundir í bæjarstjórn 28. apríl og 12. maí og að felldur verði niður bæjarstjórnarfundur 19. maí.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Vatnssala frá Ísafirði - Kaldalind - 2007080062

 

Á 909. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að framlengja samning við Köldulind ehf. um kaup á vatni frá Ísafirði til eins árs að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum. Bæjarstjóri hefur síðan unnið að framlengingu samningsins og gert nokkrar breytingar á ákvæðum hans.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að þau drög að samningi sem liggja fyrir fundinum verði samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Tillaga frá Í-lista um að Tinna Hrund Hlynsdóttir verði kosin varamaður í félagsmálanefnd í stað Magnúsar Bjarnasonar og að Magnús Bjarnason verði aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur.

Tillaga frá Í-lista um að Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir verði kosin aðalmaður í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Guðrúnar Karlsdóttur.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Tekin er fyrir tillaga Í-listans um breytingu á nefndarmönnum í félagsmálanefnd.

Forseti ber tillögu Í-listans um breytingu á nefndarmönnum í félagsmálanefnd upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.


Tekin er fyrir tillaga Í-listans um breytingu á nefndarmönnum í íþrótta- og tómstundanefnd.
 

 

"Fulltrúi B-lista vísaði í samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og túlkaði þau þannig að bæjarstjórn gæti ekki skipt út nefndarmanni gegn hans vilja. Fulltrúi D-lista tók undir með fulltrúa B-lista að ákveðinn formgalli væri á tillögunni, þar sem ágreiningur væri um málið í bæjarstjórn. Með vísan í 42. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar, gerði fulltrúi Í-lista breytingartillögu á tillögu um mannabreytingar í nefndinni."

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Íþrótta- og tómstundanefnd skal skipuð eftirfarandi nefndarmönnum:
Kristján Andri Guðjónsson fyrir hönd Í-lista, formaður
Jón Ottó Gunnarsson fyrir hönd Í-lista, varaformaður
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir fyrir hönd Í-lista, aðalmaður
Sif Huld Albertsdóttir fyrir hönd D-lista, aðalmaður
Þórir Karlsson fyrir hönd D-lista, aðalmaður

Lára Dagbjört Halldórsdóttir fyrir hönd Í-lista, varamaður
Guðjón Þorsteinsson fyrir hönd Í-lista, varamaður
Jóhanna Stefánsdóttir fyrir hönd Í-lista, varamaður
Heimir Gestur Hansson, fyrir hönd D-lista, varamaður
Þórdís Jónsdóttir, fyrir hönd D-lista, varamaður"

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Marzellíus Sveinbjörnsson og Jónas Þór Birgisson gera grein fyrir atkvæði sínu.

Tillagan samþykkt 8-1.

 

   

5.  

Viðauki A við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að viðauki A vegna aukins stöðugildis sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli á árinu 2016 verði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Viðauki B við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að viðauki B vegna byggingar þybbu (stuðkants) á Mávagarði á árinu 2016 verði samþykktur.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

 

453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum úr grenndarkynningu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Lagt er til að tillögunni verði vísað aftur til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

8.  

Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

 

453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2 og 3 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti. Nefndin bendir á að til að reisa nýtt hús á landi Sæborgar, Sæbóls og Garða þurfi að liggja fyrir samþykki allra eigenda jarðanna.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Kirkjuból í Bjarnadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016030068

 

453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 15kW heimarafstöð í landi Kirkjubóls í Bjarnadal enda sé það í samræmi við ákvæði Aðalskipulags um heimarafstöðvar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

10.  

Bæjarráð - 923 - 1603020F

 

Fundargerð 923. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. mars sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Bæjarráð - 924 - 1604002F

 

Fundargerð 924. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson og Daníel Jakobsson.

Rætt var sérstaklega um 7. lið fundargerðarinnar.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Hátíðarnefnd - 8 - 1603015F

 

Fundargerð 8. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 1. lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Hátíðarnefnd - 9 - 1604004F

 

Fundargerð 9. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 5. apríl sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 - 1603010F

 

Fundargerð 453. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?