Bæjarstjórn - 371. fundur - 10. desember 2015

 

 

 Dagskrá:

1.  

Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Tillaga frá 910. fundi bæjarráðs um að viðauki 9, vegna fræðslumála, við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar árið 2015 verði samþykktur.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Tillaga frá 910. fundar bæjarráðs um að viðauki 14, vegna fjárfestinga, við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 verði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Hjúkrunarheimili - samningur við HsVest um rekstur - 2013040026

 

Samkomulag milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um afnot af húsnæði fyrir hjúkrunarheimili á Ísafirði lagt fram til samþykktar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

 

Framkvæmdasjóður Skrúðs sækir um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði. Lögð fram greinargerð ásamt uppdrætti af fyrirhuguðu þjónustuhúsi frá Kol & salt ehf. dags. 06.05.2015. Bæjarstjórn samþykkti á 362. fundi sínum þann 4. júní 2015 að deiliskipulagstillagan yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 2. júlí - 13. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust. Lagt fram bréf framkvæmdasjóðs Skrúðs dags. 30. október 2015 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Lagður fram lagfærður uppdráttur breytinga dags. 28. október 2015.

Skipulags- og mannvirkjanefnd taldi á 446. fundi sínum að komið hafi verið til móts við innsendar athugasemdir að svo miklu leyti sem hægt er og lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Óskað er eftir að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til nefndarinnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson,

Forseti leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Framkvæmdaleyfi - skíðasvæði Seljalandsdal - 2015110042

 

Ísafjarðarbær sækir um leyfi fyrir framkvæmdum á gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal, 1. áfanga, skv. uppdrætti dags. 13.11.2015.

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að framkvæmdum, 1. áfangi, yrði samþykkt þar sem svæðið er innan gildandi deiliskipulags og þegar raskað. Nefndin lagði jafnframt til að hafin yrði endurskoðun á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í heild. Framkvæmdin yrði tilkynnt til umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson,

Daníel Jakobsson víkur af fundi undir þessum lið kl. 17:36.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.

Daníel Jakobsson mætir aftur til fundarins kl. 17:38.

 

   

6.  

Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB - Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf .,dags. 5. nóvember 2015.

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkt yrði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin yrði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bæjarstjórnar leggur til við bæjarstjórn þá breytingartillögu að bæjarstjórn samþykkti að lýsingin á aðalskipulagsbreytingunni yrði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og hún kynnt fyrir almenningi.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB-Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015.

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkt yrði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin verði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Forseti bæjarstjórnar leggur til við bæjarstjórn þá breytingartillögu að bæjarstjórn samþykkti að lýsingin á aðalskipulagsbreytingunni yrði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og hún kynnt fyrir almenningi.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

8.  

Ungmennaráð, fundaseta - 2014080062

 

Tillaga frá 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar um að nefndarmenn í ungmennaráði fái greitt fyrir fundasetu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan felld 9-0.

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun vegna tillögunnar:

"Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu lagði til við bæjarstjórn að ekki yrði greitt fyrir setu í ungmennaráði og öldungaráði. Bæjarstjórn samþykkti þá tillögu á fundi sínum þann 19. júní sl. Forsendur fyrir þeirri ákvörðun hafa ekki breyst."

 

   

9.  

Skeiðvöllur í Engidal - 2011100056

 

Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var samþykkt eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar:
"Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gengið verði þegar í stað til samninga við hestamannafélagið Hendingu um heildaruppbyggingu mannvirkja á íþróttasvæði hestamanna í Engidal eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi."

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson, Gísli Halldór Halldórsson.

Forseti kynnir eftirfarandi breytingartillögu sem liggur fyrir fundinum:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur æskilegt að uppbygging hestaíþróttarinnar í Engidal eigi sér stað með markvissum hætti þannig að sómi verði að. Það fer hinsvegar á milli mála hver fer með samningsumboð fyrir Hendingu og virðist sem stjórn hafi ekki hlotið endurnýjað umboð aðalfundar árum saman. Einnig er að sjá sem Hending hafi ekki staðið við þann samning sem gerður hefur verið um svæði félagsins í Engidal, en þar er félaginu falið að koma fram fyrir hönd húsbyggjenda. Þess ber að geta að 27 milljón króna tilboð Ísafjarðarbæjar hafi legið fyrir árum saman.
Koma þarf málefnum Hendingar í eðlilegan farveg áður en gengið er til samninga um heildaruppbygginu mannvirkja á íþróttasvæði hestamanna í Engidal og getur því bæjarstjórn ekki samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.“

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ég tek undir breytingartillögu bæjarstjórnar en vil bæta því við að sú staðreynd að forysta Hestamannafélagins Hendingar hafi ekki greitt götu þess að Vegagerðin greiði Ísafjarðarbæ bætur vegna Reiðvallar í Hnífsdal án þess að Hestamannafélagið falli frá kröfu sinni á Ísafjarðarbæ er ekki félaginu til framdráttar. Með því að standa í vegi fyrir samkomulaginu hefur Ísafjarðarbær ekki getað samið við Vegagerðina um þátt þeirra í bótum til félagsins. Ef Hestamannafélagið liðkar ekki til fyrir samningum þessara aðila í milli mun það verða til þess að ekki verður unnt að greiða félaginu neinar bætur. Ég vil því hvetja forystu Hendingar til að greiða götu bæjarins í þessum efnum þannig að klára megi þennan þátt uppgjörsins sem ætti að leiða til þess að Hestamannafélagið fái á þriðja tug milljóna fyrir þennan þátt uppgjörsins."

Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson taka undir bókun Daníels Jakobssonar.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

10.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Í-listi leggur til að Kristján Andri Guðjónsson verði formaður íþrótta- og tómstundanefndar í stað Benedikts Bjarnasonar sem hefur óskað eftir að láta af störfum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Kristján Andri Guðjónsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

   

11.  

Útsvarshlutfall við álagningu 2016 - 2015120017

 

Bæjarstjóri leggur til að miðað verði við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

12.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Tillaga að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2016, ásamt gjaldskrá og greinargerð, lögð fram til síðari umræðu.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnhildur Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á fjárhagsáætlun 2016 fyrir hönd Í-listans:

"Í ljósi mun verri afkomu í fjárhagsáætlun, eftir óvæntar breytingar á launaliðum, telur meirihluti Í-listans nauðsynlegt að bregðast við þessum vanda af festu.
Því gerir meirihlutinn eftirfarandi breytingartillögur:
- Framlag til afmælishátíðar Ísafjarðarbæjar verði lækkað um 5 m.kr.
- Átak gegn ágengum plöntum verði frestað að sinni og fellt út úr áætlun, það nemur 5 m.kr.
- Framlag til viðhalds göngustíga verði lækkað um 4 m.kr.
- Fallið verði frá framlagi til björgunarsveita að sinni, en það var hugsað 1 m.kr.
- Áætlaður kostnaður vegna troðaraleigu á skíðasvæði verði fluttur yfir í fjárfestingaáætlun, enda er þar um að ræða greiðslu sem renna á upp í kaup. Um er að ræða 7 m.kr. í rekstaráætlun.
Alls er þarna um að ræða lækkun kostnaðar í fjárhagsáætlun upp á 22 milljónir króna og breytt niðurstaða verður þá afgangur upp á um 23,5 milljónir króna. Hreint veltufé frá rekstri ætti þar með að verða rúmlega 430 milljónir.
Meirihlutinn gerir einnig frekari tillögur um breytingar á fjárfestingum, en eins og áður kom fram er gert ráð fyrir að færa 7 m.kr. vegna troðara inn í fjárfestingaáætlun. Í stað hellulagnar milli Silfurtorgs og Skipagötu verður farið í að bæta umhverfi Edinborgarhússins. Fjárfestingum vegna breytinga á bæjarskrifstofu verður frestað að sinni. Framlag upp á 5 m.kr. til breytinga við Skrúð í Dýrafirði er hinsvegar haft inni í fjárfestingaáætlun ársins. Þar með eru ráðgerðar fjárfestingar ársins 2016 orðnar 192,5 milljónir króna.
Með ofangreindum breytingartillögum telur meirihluti Í-listans að skilað sé mjög ásættanlegri fjárhagsáætlun með umtalsverðu veltufé frá rekstri og mjög hóflegum fjárfestingum.
Engu að síður mun meirihlutinn gangast við því að farið verði ítarlega yfir launaáætlun með sérstakri áherslu á fjölda stöðugilda og unna yfirvinnu. Takmarkið með þeirri vinnu á að vera að ná niður kostnaði í raun og eiga þannig möguleika á að ráðast í önnur mikilvæg verkefni."

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar 2016-2017 fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins:

"Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja til að fjárfestingar í núverandi áætlun verði lækkaðar um 50 m.kr. á hvoru ári 2016 og 2017 og bæjarráði falið að útfæra það og leggja fyrir bæjarstjórn. Í staðinn verði settur inn 50 m.kr. hvort ár í uppbyggingarsamning við BÍ sem geri þeim kleift að koma upp nýju gervigrasi, æfinga- og keppnisvelli sem taka megi í notkun á næsta sumri."

Arna Lára Jónsdóttir tekur fram að Í-listinn fellir breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á fjárfestingaáætlun með eftirfarandi bókun:
"Meirihluti Í-listans hefur átt frumkvæði að því að opna umræðu um að koma upp gervigrasvelli sem aðalfótboltavellinum á Torfnesi og stefnir enn að þeim framkvæmdum, þrátt fyrir að óhjákvæmilega tefjist verkið vegna vanáætlaðs kostnaðar við hjúkrunarheimilið Eyri."

Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2016, ásamt fjárfestingaáætlun, gjaldskrá og greinargerð, var gengið til atkvæðagreiðslu.

Forseti ber gjaldskrár Ísafjarðarbæjar og stofnana 2016 upp til atkvæðagreiðslu.
Gjaldskrárnar samþykktar 5-0.

Forseti ber breytingartillögu bæjarfulltrúa Í-listans til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 9-0.
Jónas Þór Birgisson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Forseti ber fjárhagsáætlun 2016 með áorðnum breytingum Í-listans til atkvæða.
Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt 5-3.

Forseti ber breytingartillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til atkvæða.
Breytingartillagan felld 4-5.

Forseti ber fjárfestingaáætlun 2016 fram til atkvæða.
Fjárfestingaáætlun samþykkt 5-2.

Forseti ber þriggja ára áætlun 2017-2019 til atkvæðagreiðslu.
Þriggja ára áætlun 2017-2019 samþykkt 5-2.

 

   

13.  

Bæjarráð - 909 - 1511028F

 

Fundargerð 909. fundar bæjarráðs sem haldinn var 30. nóvember sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Bæjarráð - 910 - 1512004F

 

Fundargerð 910. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. desember sl., fundargerðin er í 18 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 128 - 1511018F

 

Fundargerð 128. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 25. nóvember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Félagsmálanefnd - 404 - 1511020F

 

Fundargerð 404. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 24. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gunnhildur Elíasdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Fræðslunefnd - 362 - 1511009F

 

Fundargerð 362. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 3. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Hafnarstjórn - 182 - 1512005F

 

Fundargerð 182. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 8. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Hátíðarnefnd - 2 - 1511021F

 

Fundargerð 2. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 1. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

20.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 163 - 1511024F

 

Fundargerð 163. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. desember sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

21.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 446 - 1511011F

 

Fundargerð 446. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. nóvember sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?