Bæjarstjórn - 366. fundur - 8. október 2015

 

 

Dagskrá:

1.  

Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

 

Tillaga 442. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að afturkalla úthlutun lóðarinnar að Dagverðardal 3.

Í ljósi innsendra athugasemda og álits bæjarlögmanns samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ekki verði um frekari framkvæmdir að ræða á lóðinni. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjón að Framför styrktarsjóði verði boðnar bætur fyrir framkvæmdir sem byggingarleyfi var gefið út fyrir skv. kostnaðarmati Tækniþjónustu Vestfjarða og að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð.

 

Til máls tóku; Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Sigurður Jón Hreinsson og Daníel Jakobsson.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég þvertek fyrir að hafa veitt leyfið eins og haldið er fram í bréfi Einars Ólafssonar í nafni Framfarar, enda hafði ég engar heimildir til þess eða tilhlýðilega þekkingu á málinu, hef aldrei gefið út byggingarleyfi og stendur ekki til að ég muni gera slíkt. Allra síst get ég gefið slík leyfi munnlega í tveggja manna tali. Einar kom engu að síður til mín og fullyrti að allt sem þyrfti í þessu máli væri samþykki frá mér. Ég upplýsti Einar um að ég gerði ekki athugasemdir við að skipulags- og byggingarfulltrúi gæfi út leyfi ef hún teldi það óhætt.
Ég hef ekki lagt mat á sannleiksgildi annars sem fram kemur í bréfi Einars.

Forseti bar tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Brekka 1 og 2 lóð 1 - umsókn um stækkun lóðar - 2015090067

 

Tillaga 442. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að samþykkja stækkun lóðarinnar Brekku 1 og 2 lóð 1.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Sigurður Jón Hreinsson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

 

Tillaga umhverfis- og framkvæmdanefndar um að hætta rekstri tjaldsvæðisins við Dynjanda.

Það er sérstök staða að sveitarfélag taki jafn ríkan þátt í rekstri salerna fyrir umferð alls ferðafólks um jafn vinsælan áningarstað og Dynjandisvog. Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna reksturs salerna er langt umfram tekjur af tjaldsvæðinu. Í ljósi þessa leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hætti rekstri tjaldsvæðis við Dynjanda í óbreyttu formi og skoði aðrar leiðir.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Daníel Jakobsson og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024

 

10. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - Tillaga 359. fundar fræðslunefndar um aukningu á stöðugildum á Eyrarskjóli.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2016 - 2015020104

 

Tillaga bæjarstjóra um að fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2016 verði samþykkt.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Þjónustukjarni á Þingeyri - 2015100017

 

Umræður um þjónustukjarna á Þingeyri.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.

 

   

8.  

Stjórnstöð ferðamála - 2015100018

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að bjóða nýrri stjórnstöð ferðamála aðsetur í sveitarfélaginu.
Flutningur opinberra starfa út á landsbyggðina er oft í umræðunni, en hér á Vestfjörðum hefur orðið mikil fækkun opinberra starfa undanfarin ár. Við hjá Ísafjarðarbæ viljum bjóða nýrri stofnun, Stjórnstöð ferðamála, að setja upp starfsstöð í Ísafjarðarbæ, en því fylgja margir kostir.
Helstu kostir eru:
Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um dreifingu opinberra starfa.
Tengsl höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina batna og áherslan á Ísland allt árið í öllum landshlutum, dreifingu ferðamanna um allt land og fyrirmyndarstaði um allt land verður áþreifanlegri í heildarmynd ferðamála.
Ekki þarf að byggja nýtt húsnæði fyrir stofnunina þar sem við getum boðið fram húsnæði á góðum kjörum sem er þegar til staðar.
Þar sem um nýja stofnun er að ræða gefst tækifæri til að ráða fólk beint til opinberra starfa á landsbyggðinni.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 101. mál.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar þá afstöðu Ísafjarðarbæjar að nauðsynlegt sé að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Nefndin gerir ekki athugasemdir að öðru leyti.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Bæjarstjórn staðfestir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Bæjarráð - 899 - 1509013F

 

Fundargerð 899. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. september sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

10.  

Bæjarráð - 900 - 1509020F

 

Fundargerð 900. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. september sl., fundargerðin er í 18 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

11.  

Bæjarráð - 901 - 1510001F

 

Fundargerð 901. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. október sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

12.  

Félagsmálanefnd - 401 - 1509015F

 

Fundargerð 401. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 24. september sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Gunnar Jónsson og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.

Helga Dóra Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Foreldrar ungra barna á Ísafirði upplifa mikið óöryggi, þar sem ekki er hægt að tryggja þeim dagvistarúrræði. Þeir vita ekki hvenær þeir geti snúið aftur út á vinnumarkaðinn. Þetta á líka við um atvinnurekendur, þeir geta ekki gengið út frá því sem vísu að starfsfólk snúi til baka að fæðingarorlofi loknu.
Það virðist vera að bæjaryfirvöld bíði eftir að þetta ástand líði hjá, því ekki er hægt að fá svör við spurningum og erindum þeirra.
Ef fer sem horfir megum við eiga von á því að ungir foreldrar verði að flytja í burtu þar sem þeim eru ekki tryggð úrræði í dagvistarmálum.
Ég skora á starfsfólk bæjarins og bæjaryfirvöld að finna lausn á brýnum vanda og upplýsa barnafólk um þá vinnu sem framundan er í þessum málaflokki.

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur á undanförnum árum lagt ofuráherslu á að tryggja dagvistarúrræði eldri en 18 mánaða og hefur undantekningalítið tekist það. Þrátt fyrir að óvissa hafi ríkt meðal foreldra um hvernig málin yrðu leyst í náinni framtíð, þá er enn sem fyrr stefnt að því að áfram verði leikskólavist tryggð 18 mánaða börnum og eldri.

 

   

13.  

Fræðslunefnd - 359 - 1509022F

 

Fundargerð 359. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. október sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

14.  

Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

 

Fundargerð 1. fundar hátíðarnefndar í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar sem haldinn var 8. september sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tóku Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Daníel Jakobsson.

 

   

15.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 160 - 1509017F

 

Fundargerð 160. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 30. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

16.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 442 - 1509005F

 

Fundargerð 442. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 23. september sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.

 

   

17.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19 - 1509010F

 

Fundargerð 19. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 29. septembe sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók Nanný Arna Guðmundsdóttir.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Gunnar Jónsson

Sif Huld Albertsdóttir

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?