Bæjarstjórn - 360. fundur - 21. apríl 2015

 

 

Fundargerð ritaði:  Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.

 

Dagskrá:

1.  

Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði - viðbragðsáætlun - 2015030026

 

Erindi Vegagerðarinnar dags. 3. mars 2015 þar sem farið er fram á samþykki byggingaryfirvalda Ísafjarðarbæjar á viðbragðsáætlun fyrir jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar. Jafnframt lagt fram álit slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að viðbragðsáætlunin verði samþykkt enda liggur fyrir álit slökkviliðsstjóra. Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Forseti ber tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

Leyfi fyrir fornleifauppgreftri í Hnífsdal - 2015030087

 

Á 880. fundi bæjarráðs 31. mars sl., var erindi Kristjáns Pálssonar, sagnfræðings, dags. 24. mars sl., vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem óskað er eftir leyfi Ísafjarðarbæjar fyrir fornleifagreftri í Hnífsdal.
Skipulags-og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi Ísafjarðarbæjar sem landeiganda fyrir fornleifagreftrinum enda séu önnur skilyrði laga fyrir uppgreftrinum uppfyllt.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Skógarbraut b - umsókn um lóð - 2015040009

 

Umsókn um einbýlishúsalóð að Skógarbraut b skv. deiliskipulagi Seljalandshverfis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Björn Stefán Hallsson fái lóð b við Skógarbraut, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Sigurður Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Borun eftir heitu vatni í Botni, Súgandafirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015030038

 

Frestað á síðasta fundi. Umsókn frá Birni Birkissyni um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.
Um er að ræða tvær borholur á röskuðu landi. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.

Skipulags- og byggingafulltrúi vísar málinu til afgreiðslu sveitastjórnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Hreinsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

5.  

Samkomulag um aukna byggðafestu á Þingeyri - 2015040035

 

Lagt er fram samkomulag um aukna byggðafestu á Þingeyri og samkomulag Íslensk sjávarfangs útgerðir um veiðar á Aflamarki Byggðastofnunar vegna Þingeyrar sem eru fylgiskjöl með samningnum. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær taki Samkomulag um aukna byggðafestu til umfjöllunar á grundvelli 6. gr. reglugerðar nr. 647/2014 um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda skv. ákvæði til bráðabirgða XIII í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Forseti ber tillögu Byggðastofnunar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014 - 2015010057

 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014. Edda María Hagalín, fjármálastjóri gerir grein fyrir ársreikningnum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Edda María Hagalín, fjármálastjóri.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, lagði til í lok umræðna um ársreikning Ísafjarðarbæjar 2014, að honum yrði vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí n.k.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 17:30


Edda María Hagalín yfirgaf fundinn kl. 17:37.

 

   

7.  

Bæjarráð - 881 - 1504007F

 

Fundargerð 881. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. apríl sl. Fundargerðin er í 15 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Bæjarráð - 880 - 1503023F

 

Fundargerð 880. fundar bæjarráðs sem haldinn var 31. mars sl. Fundargerðin er í 11 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Bæjarráð - 879 - 1503020F

 

Fundargerð 879. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 23. mars sl. Fundargerðin er í 15 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 132 - 1503008F

 

Fundargerð 132. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 25. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Félagsmálanefnd - 396 - 1504008F

 

Fundargerð 396. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Félagsmálanefnd - 393 - 1411015F

 

Fundargerð 393. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 24. nóvember sl. Fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Fræðslunefnd - 354 - 1503012F

 

Fundargerð 354. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 19. mars sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Fræðslunefnd - 351 - 1412006F

 

Fundargerð 351. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 152 - 1412008F

 

Fundargerð 152. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 432 - 1504006F

 

Fundargerð 432. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 431 - 1503015F

 

Fundargerð 431. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 423 - 1412001F

 

Fundargerð 423. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 17. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12 - 1503014F

 

Fundargerð 12. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Gunnar Jónsson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?