Bæjarstjórn - 358. fundur - 5. mars 2015

 

 

Dagskrá:

1.  

I. tillaga - Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð voru fram drög að 3. viðauka við fjárhagsáætlun 2015 varðandi viðbótarstöðu í bókhaldi vegna fæðingarorlofs fjármálastjóra. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

2.  

II. tillaga - Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð voru fram drög að 4. viðauka vegna lærdómsskýrslu í tengslum við asahláku í febrúar 2015. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

III. tillaga - Stuðsamningur við Aldrei fór ég suður 2015 - 2015020114

 

Tillaga bæjarráðs vegna samnings við Aldrei fór ég suður.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

 

4.  

IV. tillaga - Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087

 

Í-listinn leggur fram tillögu um hönnun við Sundhöll Ísafjarðar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Guðmundsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

„Á s.l. kjörtímabili voru settar fram nokkrar tillögur af arkitektum um hvernig koma mætti fjölnota íþróttahúsi, sundlaug og knattspyrnuvöllum fyrir á Torfnesi. Þær tillögur sýndu fram á að vel má koma fyrir öllum þessum byggingum á svæðinu.
Það er því vandséð að þörf sé á að setja 10 m.kr. í áframhaldandi hönnun á Torfnesi ef ekki er vilji til að fara í uppbyggingu þessara bygginga á næstu árum. Við sem að þessari bókun stöndum teljum því að betra sé að nýta þetta fjármagn til raunverulegra aðgerða í formi uppbyggingar íþróttamannvirkja sem mjög er þörf á.
Sundhöllin á Ísafirði er á undanþágu hvað varðar aðgengi fyrir fatlað fólk og starfsmannaaðstöðu. Þar að auki eru lagnir í húsinu orðnar gamlar sem og tækjakostur og búnaður. Búningsklefar eru mjög vanbúnir og þurfa endurnýjunar við. Ljóst má vera að ef ráðast á í framkvæmdir sem auka notkun laugarinnar þá þarf að leysa úr þessum þáttum samhliða. Það ætti því að vera ljóst slíkar framkvæmdir munu verða mjög kostnaðarsamar og við sitjum áfram uppi með sömu gömlu sundlaugina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fulltrúar allra flokka komi saman og marki metnaðarfulla stefnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ til næstu 10 ára á grundvelli þeirrar uppbyggingaráætlunar sem fyrir liggur. Í þeirri vinnu yrði unnið með nágrannasveitarfélögum okkar til að reyna að tryggja góða nýtingu á íþróttamannvirkjum á svæðinu öllu.
Metnaður fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn stendur til þess að á næstu 10 árum verði tryggt að upp komi fjölnota íþróttahús á þessu svæði sem og tryggt verði að a.m.k. ein sundlaug á svæðinu uppfylli nútímaþarfir hvað afþreyingu og aðgengi varðar.“

Marzellíus Sveinbjörnsson leggur fram breytingartillögu sem verði svohljóðandi:

„B listi Framsóknar í Ísafjarðarbæ gerir að breytingartillögu að ályktað verði eins og íþrótta- og tómstundanefnd gerði á 156. fundi nefndarinnar, þar sem skorað er á bæjarstjórn að flýtt verði framtíðarskipulagi og einnig verði skoðaðir þeir möguleikar sem hugsanlega eru í stöðunni varðandi uppbyggingu Sundlaugarinnar við Austurvöll.“

Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi viðaukatillögu við tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar:
„Lagt er til að málinu verði vísað til bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til frekari úrvinnslu.“

Forseti ber breytingartillögu B lista Framsóknar í Ísafjarðarbæ til atkvæða.

Breytingartillaga felld 4-5.

Forseti ber tillögu Í-listans til atkvæða.

Marzellíus Sveinbjörnsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Tillaga bæjarráðs samþykkt 5-3.

 

   

5.  

V. tillaga - Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti athugasemdir nefnda um eftirfarandi frumvörp til laga, sem send hafa verið Ísafjarðarbæ til umsagnar:
a) Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, 504. mál.
b) Frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál.
c) Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

   

6.  

VI. tillaga - Nefndarmenn 2014-2017 - 2014020030

 

Lögð er fram tillaga Örnu Láru Jónsdóttur að breytingum á skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillögu Örnu Láru Jónsdóttur til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

VII. tillaga - BSVest - Ýmis mál 2015 - 2015010113

 

Forseti leggur til að bæjarstjórn álykti á sama veg og bæjarráð gerði á 876. fundi sínum sem haldinn var 2. mars 2015 vegna málaflokks fatlaðs fólks á Vestfjörðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

 

8.  

Ályktun vegna ómskoðunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - 2015030024

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti,

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, leggur til að tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa bæjarstjórnar, að eftirfarandi ályktun vegna ómskoðunar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, verði tekin á dagskrá með afbrigðum:

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur ástandið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, þar sem ekki er boðið upp á ómskoðanir vegna meðgöngueftirlits, sé óásættanlegt með öllu og afturhvarf mörg ár aftur í tímann.
Bæjarstjórn hvetur aðila málsins til að leita allra leiða svo hægt sé að bjóða upp á ómskoðanir á heimaslóðum, þannig að verðandi mæður þurfi ekki að ferðast til Reykjavíkur í slíka skoðun."

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, leitar eftir samþykki fundarmanna um að taka málið á dagskrá með afbrigðum. Fundarmenn samþykkja það 9-0.

Forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

   

9.  

Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

 

Fundargerð 42. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði haldinn 17. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Bæjarráð - 875 - 1502017F

 

Fundargerð 875. fundar bæjarráðs sem haldinn var 23. febrúar sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Bæjarráð - 876 - 1502018F

 

Fundargerð 876. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. mars sl., fundargerðin er í 18 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 124 - 1502008F

 

Fundargerð 124. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 23. febrúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 4 - 1501012F

 

Fundargerð 4. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu sem haldinn var 20. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 156 - 1502011F

 

Fundargerð 156. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 428 - 1502013F

 

Fundargerð 428. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 18. febrúar 2015, fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 429 - 1502012F

 

Fundargerð 429. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. febrúar sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10 - 1502010F

 

Fundargerð 10. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 26. febrúar, fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:39

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?