Bæjarstjórn - 354. fundur - 29. desember 2014

 

 

Dagskrá:

1.

2014090018 - Útboð á fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis

 

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Jónas Þór Birgisson.

Lögð er fram tillaga bæjarstjóra að ályktun:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 650.000.000,- til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur bæjarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimilis og aðrar framkvæmdir samkvæmt fjárhagsáætlun sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gísla H. Halldórssyni, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Jónas Þ. Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokksins:
"Á síðasta kjörtímabili var markvisst unnið að því að lækka raunskuldir bæjarins og náðist í því verki gríðarlegur árangur. Strax á fyrsta ári nýs meirihluta er snúið af þeirri braut og gert ráð fyrir mikilli skuldaaukningu bæjarsjóðs. Það er nokkuð sem glögglega má sjá við yfirferð á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2015 og þeir sem hana samþykktu bera ábyrgð á. Það sem hér um ræðir er hins vegar viðleitni fjármálastjóra bæjarins til að reyna að lágmarka kostnað bæjarins af þegar samþykktri skuldaaukningu árið 2015. Þá viðleitni fjármálastjóra styðjum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins heilshugar og samþykkjum því þessa tillögu."

Forseti ber tillögu bæjarstjóra til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9-0.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:13

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?