Bæjarstjórn - 347. fundur - 3. september 2014

 

 

 

Dagskrá:

1.

1408004F - Fundargerð bæjarráð 25/8

 

850. fundur bæjarráðs

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

1.1.

2012090004 - Tillaga um veitingu leyfissvæðis og rannsóknarleyfis fyrir Íslenska kalkþörungafélagið í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi.

   

Á 417. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. ágúst sl. var lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 2. ágúst sl er varðar umsögn um umsókn Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsóknar á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum.

Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:
"Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar því að unnið sé að rannsóknum í ljósi þess að unnið er að strandsvæðaskipulagi í Ísafjarðardjúpi. Nefndin væntir þess að fá niðurstöður rannsókna sem nýtist í skipulagsáætlanir. Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt enda ekki gert ráð fyrir að leitin hafi mikil áhrif á sjávarbotn og botndýralíf. Nefndin leggur því til við bæjarráð að leyfið verði veitt."

   

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Sigurður Hreinsson.

Kristján Andri Guðjónsson, ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar upp til atkvæða.

Tillaga samþykkt 8-0.

2.

1408008F - Fundargerð bæjarráðs 1/9

 

851. fundur bæjarráðs.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson og Arna Lára Jónsdóttir.

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. sjálfstæðisflokksins:
"Undir lok síðasta kjörtímabils tryggði bæjarráð sérstakan 400 tonna byggðakvóta til Þingeyrar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum varðandi samstarfsaðila. Þar er um að ræða mjög mikið hagsmunamál fyrir íbúa Þingeyrar. Undirrituðum þykir mjög miður að ekki hafi verið talin ástæða til að funda með íbúum Þingeyrar til að halda þeim upplýstum um hvernig gengur að finna þennan samstarfsaðila, svo og um hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi með beinni eða óbeinni aðkomu bæjaryfirvalda. Undirritaðir hvetja bæjarstjóra til að ráða bót á þessu og halda upplýsingafund með íbúum Þingeyrar."

Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

3.

1408007F - Fundargerð félagsmálanefndar 26/8

 

389. fundur félagsmálanefndar.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

4.

1408001F - Fundargerð fræðslunefndar 21/8

 

347. fundur fræðslunefndar.

 

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4.1.

2013120028 - Tillaga að úthlutunarlíkani og samstarfssamningi við tónlistarskóla. 3. liður dagskrár.

   

Lagður fram samstarfssamningur Tónlistarskóla Ísafjarðar annarsvegar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hinsvegar við Ísafjarðarbæ og úthlutunarlíkan tónlistarskóla. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að drög að samningi við TÍ og LRÓ og úthlutunarlíkanið verði samþykkt með þeim breytingum sem komu fram á fundinum.

   

Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Gunnar Jónsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson.

Gunnar Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi breytingartillögu á tillögu fræðslunefndar:
"Bæjarstjórn samþykki að gengið verði til samninga við TÍ og LRÓ á grundvelli framlagðra samningsdraga."

Tillaga bæjarstjóra samþykkt 8-0.

 

 

4.2.

2012110034 - Tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi fræðslunefndar. 4. liður dagskrár.

   

Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Málið var áður tekið fyrir á 346. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum

   

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Kristján Andri Guðjónsson, forseti, leggur til að drög að erindisbréfi fræðslunefndar verði samþykkt.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

   

5.

2014080049 - Fundargerð hafnarstjórnar 12/8

 

173. fundur hafnarstjórnar

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

6.

2014080051 - Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 20/8

 

37. fundur nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

7.

1408003F - Fundargerð nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 28/8

 

1. fundur nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

 

7.1.

2012110034 - Tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu. 1. liður dagskrár.

   

Á 843. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð erindisbréfum nefnda Ísafjarðarbæjar til viðkomandi nefnda. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:
"Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu samþykkir erindisbréfið og vísar til samþykktar bæjarstjórnar."

   

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Kristján Andri Guðjónsson, forseti leggur til að drög að erindisbréf nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu, verði samþykkt.
Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

   

8.

2014080054 - Fundargerð nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál 21/8

 

1. fundur nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

9.

1407003F - Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar 20/8

 

417. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jónas Þór Birgisson

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Sigurður Jón Hreinsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Gunnar Jónsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?