Bæjarstjórn - 346. fundur - 19. júní 2014

 

 

Fundinn boðaði Arna Lára Jónsdóttir, skv. 6. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Arna Lára setti þennan fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar og bauð bæjarfulltrúa velkomna til starfa.

 

Óskað var eftir að breytingar yrðu gerðar á dagskrá, þannig XVI. liður dagskrár færist aftur fyrir XVII. lið dagskrár, engar athugasemdir voru gerðar við beiðnina.

 

Dagskrá:

 

I Kosning forseta og varaforseta samkvæmt
bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar
 
II Kosningar í aðrar nefndir og stjórnir

Bæjarráð

Atvinnumálanefnd

Félagsmálanefnd

Fræðslunefnd

Hafnarstjórn

Íþrótta- og tómstundanefnd

Umhvefisnefnd

Yfirkjörstjórn

Undirkjörstjórn Þingeyri

Undirkjörstjórn Flateyri

Undirkjörstjórn Suðureyri

Undirkjörstjórn Ísafirði

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands

Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar

III Kosningar í verkefnabundnar nefndir Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis
IV Tillaga frá 841. fundi bæjarráðs Viðauki vegna skólalóðar Grunnskólans á Ísafirði
V Tillaga 1 frá bæjarfulltrúum Í-listans Breyting á fastanefnd í bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar
VI Tillaga 2 frá bæjarfulltrúum Í-listans

Stofnun nýrrar verkefnabundnar nefndar um

umhverfis- og framkvæmdamál

VII Tillaga 3 frá bæjarfulltrúum Í-listans Stofnun nýrrar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu
VIII Kosningar í nýjar verkefnabundnar nefndir

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu

IX Tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Tillaga um að undirbúningur að byggingu fjölnota

íþróttahúss verði hafinn

X Fundargerð(ir) bæjarráðs 10/6
XI " umhverfisnefndar 11/6
XII " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 7/5
XIII " nefndar um sorpmál 21/5
XIV Greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998
XV Stefnumál Í-listans  
XVI Sumarleyfi bæjarstjórnar  
XVII Ráðning bæjarstjóra  

 

I.                   Kosning forseta og varaforseta samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2014-02-0030. 

 

Arna Lára Jónsdóttir óskað eftir tillögu um forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Tillaga kom fram frá meirihluta Í-listans um Nanný Örnu Guðmundsdóttur, Í-lista, sem forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagana samþykkt 9-0.

 

Nanný A. Guðmundsdóttir, nýkjörinn forseti, tók nú við stjórn fundarins.

 

Nanný A. Guðmundsdóttir, forseti óskaði eftir tillögum um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Tillaga kom frá meirihluta Í-lista um Kristján Andra Guðjónsson, sem 1. varaforseta.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Jónas Þór Birgisson, sem 2. varaforseta.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

II.                Kosning í aðrar nefndir og stjórnir. 2014-02-0030.

 

a)      Bæjarráð 3 aðalmenn og 3 til vara

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Tillaga kom fram frá meirihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur og Kristján Andra Guðjónsson, sem aðalmenn í bæjarráði og Nanný Örnu Guðmundsdóttur og Sigurð Hreinsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Daníel Jakobsson, sem aðalmann í bæjarráði og Jónas Þór Birgisson sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

Arna Lára Jónsdóttir leggur til að Framsóknarflokkurinn tilnefni áheyrnarfulltrúa til setu í bæjarráði.

 

b)     Atvinnumálanefnd, 3 aðalmenn og 3 til vara

Tillaga kom fram frá meirihluta Í-lista um Ingu Maríu Guðmundsdóttur og Ólaf Baldursson, sem aðalmenn í atvinnumálanefnd og Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og Guðmund Hrafnsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Stefaníu Ásmundsdóttur, sem aðalmann í atvinnumálanefnd og Ingólf Þorleifsson sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

c)      Félagsmálanefnd 5 aðalmenn og 5 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Gunnhildi Elíasdóttur, formann, Guðnýju Hörpu Henrýsdóttur, varaformann og Aron Guðmundsson, sem aðalmenn í félagsmálanefnd og Helgu Björk Jóhannsdóttur, Sigríði Ásgeirsdóttur og Magnús Bjarnason, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Hildi Pétursdóttur og Steinþór Bragason, sem aðalmenn í félagsmálanefnd og Örnu Ýr Kristinsdóttur og Sturlu Pál Sturluson sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

d)     Hafnarstjórn 5 aðalmenn og 5 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Kristján Andra Guðjónsson, formann, Jónu Benediktsdóttur, varaformann og Sigurð Hafberg, sem aðalmenn í hafnarstjórn og Val Valgeirsson, Kolbrúnu Sverrisdóttur og Ólaf Baldursson, sem varamenn.

 

Forseti ber tillöguna til samþykkta. Tillögurnar samþykktar 8-0.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Daníel Jakobsson og Hafdísi Gunnarsdóttur, sem aðalmenn í hafnarstjórn og Ragnar Á. Kristinsson og Örnu Ýr Kristinsdóttur sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

e)      Fræðslunefnd 5 aðalmenn og 5 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigríði Kristjánsdóttur, formann, Braga Rúnar Axelsson, varaformann og Gunnhildi Elíasdóttur, sem aðalmenn í fræðslunefnd og Auði Ólafsdóttur, Soffíu Ingimarsdóttur og Sigurð Hreinsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Jónas Þór Birgisson og Mörthu Kristínu Pálmadóttur, sem aðalmenn í fræðslunefnd og Sif Huld Albertsdóttur og Ívar Kristjánsson sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

f)       Íþrótta- og tómstundanefnd 5 aðalmenn og 5 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Benedikt Bjarnason, formann, Jón Ottó Gunnarsson, varaformann og Agnieszka Tyka, sem aðalmenn í íþrótta- og tómstundanefnd og Láru Dagbjörtu Halldórsdóttur, Guðjón Þorsteinsson og Jóhönnu Stefánsdóttur, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Sif Huld Albertsdóttur og Þóri Karlsson, sem aðalmenn í íþrótta- og tómstundanefnd og Heimi Hansson og Þórdísi Jónsdóttur sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

g)      Umhverfisnefnd 5 aðalmenn og 5 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Hreinsson, formann, Erlu Rún Sigurjónsdóttur, varaformann og Magna Hrein Jónsson, sem aðalmenn í umhverfisnefnd og Ingu Maríu Guðmundsdóttur, Aron Guðmundsson og Gunnar Jónsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Sigurð Mar Óskarsson og Ásgerði Þorleifsdóttur, sem aðalmenn í umhverfisnefnd og Ingólf Þorleifsson og Hildi Pétursdóttur sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

h)     Yfirkjörstjórn 3 aðalmenn og 3 til vara

Neðangreind tillaga kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Í-lista:

Aðalmenn: Hildur Halldórsdóttir, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Björn Davíðsson

Varamenn: Þórir Örn Guðmundsson, Jóhanna Oddsdóttir, Halla Magnadóttir.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

i)        Undirkjörstjórn Þingeyri 3 aðalmenn og 3 til vara

Neðangreind tillaga kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Í-lista:

Aðalmenn: Sigurður Þ. Gunnarsson, Ingibjörg Vignisdóttir, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir.

Varamenn: Ásta G. Kristinsdóttir, Ólafía Sigurjónsdóttir, Auðbjörg Halla Knútsdóttir.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

j)       Undirkjörstjórn Flateyri 3 aðalmenn og 3 til vara

Neðangreind tillaga kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Í-lista:

Aðalmenn: Ágústa Guðmundsdóttir, Kristján T. Einarsson, Ásvaldur Magnússon.

Varamenn: Skarphéðinn Ólafsson, Kristján J. Jóhannesson, Kristján Einarsson.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

k)     Undirkjörstjórn Suðureyri 3 aðalmenn og 3 til vara

Neðangreind tillaga kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Í-lista:

Aðalmenn: Karl Guðmundsson, Erla Eðvarðsdóttir, Sigurður Þórisson.

Varamenn: Bryndís Birgisdóttir, Arnar Guðmundsson, Valur S. Valgeirsson.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

l)        Undirkjörstjórn Ísafjarðar 9 aðalmenn og 9 til vara

Neðangreind tillaga kom frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Í-lista:

Aðalmenn: Guðfinna B. Guðmundsdóttir, Atli Garðarsson, Helga Magnúsdóttir, Íris Pétursdóttir, Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Pernilla Rein, Kristín Þ. Henrýsdóttir, Kristján Sigurðsson, Hjördís Þráinsdóttir, Guðríður Þorbjörnsdóttir.

Varamenn: Kristín H. Guðjónsdóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, Margrét Högnadóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Helga K. Rafnarsdóttir, Gunnlaugur Finnbogason, Telma Hjaltadóttir.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

m)   Barnaverndarnefnd í samstarfi Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur­kaup­staðar og Súðavíkurhrepps, 3 aðalmenn og 3 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Bryndísi Friðgeirsdóttur og Magnús Bjarnason, sem aðalmenn og Svövu Rán Valgeirsdóttur og Guðmund Björgvinsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Mörthu Kristínu Pálmadóttur, sem aðalmann og Sif Huld Albertsdóttur, sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

n)     Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 3 aðalmenn og 3 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur og Kristján Andra Guðjónsson, sem aðalmenn á landsþingið og Nanný Örnu Guðmundsdóttur og Sigurð Hreinsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Daníel Jakobsson, sem aðalmann á landsþingið og Jónas Þ. Birgisson, sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

o)      Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands 1 aðalmaður og 1 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Jónu Benediktsdóttur sem aðalmann í fulltrúaráðið og Sigurð Pétursson sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

p)     Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar 1 aðalmaður og 1 til vara

Tillaga kom fram frá Í-lista um Dóru Hlín Gísladóttur sem aðalmann í skólanefndina og Guðmund M. Kristjánsson sem varamann.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram eftirfarandi bókun undir II. lið dagskrár fundarins:

 

„Undirritaður, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lýsi furðu minni á því að Í-listinn gefi eftir sæti í nefnd til Æ-lista, sem ekki náði manni inn í bæjarstjórn. Í-listinn hunsar þar með fulltrúa Framsóknarflokksins sem hefur að baki sér rúmlega 1/6 þeirra atkvæða sem þeir níu fulltrúar sem bæjarstjórnina sitja hafa alls.

Þetta er vissulega ekki í anda þess íbúalýðræðis sem Í-listinn boðaði í stefnuskrá sinni fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar.

 

Marzellíus Sveinbjörnsson“

 

III.             Kosningar í verkefnabundnar nefndir.

 

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 3 aðalmenn og 3 varamenn af hálfu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Pétursson og Magnús Reyni Guðmundsson, sem aðalmenn og Örnu Láru Jónsdóttur og Gunnhildi Elíasdóttur, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Kristínu Hálfdánsdóttur, sem aðalmann og Daníel Jakobsson, sem varamann.

 

Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

IV.        Tillaga til 346. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. júní 2014.

          Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð, 841. fundur, 26. maí 2014.

1. Grunnskólinn á Ísafirði, skólalóð. 2012-03-0090.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. maí sl., auk viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann við fjárhagsáætlunina. Bæjarráð leggur áherslu á að verkið „bílastæði við Byggðasafn“ verði klárað, þ.e.a.s. sá hluti sem er á áætlun og því kanna hvort óhætt sé að lækka umræddan lið á fjárhagsáætlun.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.           Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-listans um að breytingu á samþykktum Ísafjarðarbæjar og

VI.        Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-listans um stofnun verkefnabundinnar nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

          Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson.

 

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að heiti umhverfisnefndar verði breytt í skipulags- og mannvirkjanefnd og að verkefni hennar breytist, þannig að 6. töluliður A-liðar 47. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar verði svohljóðandi eftir breytingarnar:

 

„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar fjallar um skipulags- og byggingarmál og fer  með hlutverk skipulags- og byggingarnefndar í skilningi 6. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.  73/1997 m.s.br., sbr. einnig heimild í 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Nefndin hefur eftirlit með stefnumörkun og samþykktum í málaflokkum sem undir hana heyra, hefur frumkvæði að gerð þróunaráætlana og skipulagstillagna og gerir tillögur til bæjarstjórnar um skipulagsáætlanir og breytingar á þeim og um úthlutun lóða og gatnagerða og þjónustugjöld. Nefndin fylgist með því að stofnanir sem undir hana heyra vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og starfsemin sé skilvirk og hagkvæm. Nefndin fjallar einnig um fasteignir sveitarfélagsins, nýbyggingar eða leiguhúsnæði í umboði bæjarstjórnar. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í fasteignastjórnun og í skipulags- og byggingarmálum og tekur ákvarðanir á grundvelli skipulags- og byggingarlaga.“

 

Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að framangreind tillaga um breytingar á samþykktum Ísafjarðarbæjar verði samþykkt.“

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði til að tillaga V. og VI. liðar yrðu ræddar saman. Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, óskaði eftir að tillaga Örnu Láru Jónsdóttur yrði samþykkt. Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur samþykkt 9-0.

 

Arna Lára Jónsdóttir gerði grein fyrir tillögu undir VI. lið.

„Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til að stofnuð verði ný verkefnabundin nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál, sem falli undir E-lið 47. gr. samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.  Í nefndinni skulu sitja 5 aðalmenn og 5 til vara.

 

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál Ísafjarðarbæjar fjallar um umhverfis- og náttúruverndarmál og um málefni dreifbýlis og hálendis í sveitarfélaginu í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og í umboði bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Nefndin gerir tillögu til bæjarstjórnar um stefnumörkun, reglur og gjaldskrár á sviði umhverfismála, náttúruverndar, sorpmála og á sviði málefna dreifbýlis í sveitarfélaginu. Nefndin fylgist með því að stofnanir sem undir hana heyra vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og starfsemin sé skilvirk og hagkvæm.“

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, leggur til að tillaga undir V. lið dagskrárinnar verði samþykkt og vísað til síðari umræðu á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í sumarleyfi bæjarstjórnar og að tillaga undir VI. lið dagskrárinnar verði samþykkt.

 

Tillögurnar eru bornar saman til atkvæða.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-listans um stofnun verkefnabundinnar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu.

          Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnhildur Elíasdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

„Í-listinn leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að settur verði á fót tímabundinn starfshópur um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu. Í starfshópnum skulu sitja þrír aðalmenn og þrír til vara.

Starfshópurinn hafi samráð við hverfissamtök og leiti eftir sjónarmiðum hagsmunaðila eftir því sem við á.

Starfshópnum er ætlað að:

  • flétta ungmennaráð og öldungaráð inn í stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar
  • styrkja  hverfisráðin í sveitarfélaginu og hvetja til þess að ný verði stofnuð á þeim stöðum þar sem engin hverfisráð eru starfandi.
  • finna og þróa leiðir til að gera stjórnsýslu sveitarfélagsins opnari og virkari.
  • auka upplýsingamiðlun til íbúa um málefni sveitarfélagsins og fjölga tækifærum þeirra til að koma skoðunum sínum á framfæri.
  • opna íbúavef með tengingu við samfélagsmiðla þar sem íbúar geta haft áhrif á ákvarðanir óháð búsetu.
  • nota íbúakannanir á markvissari hátt og nýta þær upplýsingar sem þar koma fram til að bæta samfélagið.
  • leita leiða til að auka staðbundna þjónustu á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.“

Breytingartillaga 1 frá Örnu Láru Jónsdóttur:

 

„Að Framsóknarflokknum verði veittur réttur til áheyrnarfulltrúa í nefndinni.“

 

Breytingartillaga 2 frá Örnu Láru Jónsdóttur:

„Að viðauki við fjárhagsáætlun vegna nefndarinnar verði lagður fram og að nefndin verði sett á fót með fyrirvara um að viðaukinn verði samþykktur.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillöguna ásamt breytingartillögu 1 til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber breytingartillögu 2 til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

VIII.  Kosning í nýjar verkefnabundnar nefndir.

a)      Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 5 aðalmenn og 5 til vara

Nanný A. Guðmundsdóttir, forseti óskaði eftir tillögum um nefndarmenn.

 

Tillaga kom fram frá Í-lista um Nanný Örnu Guðmundsdóttur, formann, Línu Björgu Tryggvadóttur, varaformann og Gunnar Jónsson, sem aðalmenn í nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál og Heimi Hansson, Jónu Símoníu Bjarnadóttur og Aron Guðmundsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Kristínu Hálfdánsdóttur og Óðinn Gestsson, sem aðalmenn í nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál og Jónas Þ. Birgisson og Lindu Björk Pétursdóttur, sem varamenn.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

b)     Nefnd um íbúalýðræði og opna stjórnsýslu 3 aðalmenn og 3 til vara

Nanný A. Guðmundsdóttir, forseti óskaði eftir tillögum um nefndarmenn.

 

Tillaga kom fram frá Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur og Gunnar Pál Eydal, sem aðalmenn í nefndinni og Bryndísi Ósk Jónsdóttur og Guðmund Björgvinsson, sem varamenn.

 

Tillaga kom frá Sjálfstæðisflokki um Ingólf Þorleifsson, sem aðalmann í nefndinni og Áslaugu Jensdóttur, sem varamann.

 

B-listinn óskar eftir að tillaga um áheyrnarfulltrúa verði tilkynnt seinna.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

IX.        Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

          Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Sigurður Hreinsson, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

„Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði Ísafjarðarbæjar að hefja undirbúning að byggingu fjölnota íþróttahúss á Torfnessvæðinu sem uppfyllt getur þarfir knattspyrnumanna til æfingaraðstöðu að vetri til sem og kylfinga, eldri borgara o.fl. Jafnframt gæti húsnæðið nýst undir stærri viðburði s.s. dansleiki og tónleika í tengslum við þær hátíðir sem hér fara fram ár hvert.

 

Undirbúningsvinnu verði þannig háttað að skipulagsvinnu verði lokið á þessu ári og við gerð fjárhagsáætlunar liggi fyrir tímasett kostnaðaráætlun sem miði að því að umrædd bygging verði tilbúin eigi síðar en í árslok 2017.

 

Samhliða þessu verði gerður uppbyggingarsamningur við Boltafélag Ísafjarðar til næstu 3ja ára sem miði að því að strax verði hafist handa við að uppfylla þarfir félagsins sem keppnisvallar í 1. deild karla og kvenna.“

 

Bæjarfulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun meirihlutans vegna undirbúnings að byggingu fjölnota íþróttahúss:

 

„Bæjarfulltrúar Í-listans telja að bygging fjölnota íþróttahúss sé bæði verðugt og þarft verkefni.  Það er skoðun okkar að fjárhagslegt svigrúm bæjarins leyfi ekki framkvæmd sem þessa  að þessu sinni og  því ekki tímabært að samþykkja tillögu sjálfstæðismanna.

 

Við viljum engu að síður bæta umhverfi til íþrótta-og tómstundaiðkunar og vinna áfram að framtíðarsýn og forgangsröðun fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja sem tekur mið af þarfagreiningu íþróttafélaganna.  Bygging fjölnota íþróttahúss er hluti af þeirri þarfagreiningu ásamt öðrum þörfum verkefnum á sviði íþrótta- og tómstundamála.Við munum framkvæma í samræmi við þá þarfagreiningu eftir því sem fjárhagslegt svigrúm bæjarsjóðs leyfir.“

 

Undir bókunina rita Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Elíasdóttir og Sigurður Hreinsson.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan felld 5-4.

 

X.           Fundargerð bæjarráðs.

            Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 10/6. 843. fundur

Fundargerðin er í nítján liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.        Fundargerð umhverfisnefndar.

            Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 11/6. 414. fundur

Fundargerðin er í sextán liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

Fundargerðin staðfest 9-0.

 

XII.     Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 7/5. 36. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

 

Fundargerðin lögð fram kynningar.

 

XIII.  Fundargerð nefndar um sorpmál.

            Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 21/5. 30. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

 

Fundargerðin lögð fram kynningar.

 

XIV.  Greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998. 2014-06-0067.

 

Greinargerðin lögð fram til kynningar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

XV.     Stefnumál Í-listans.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Stefnumál Í-listans lögð fram til kynningar.

 

XVI.  Ráðning bæjarstjóra.

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarfulltrúar Í-listans leggja fram svohljóðandi tillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að Gísli Halldór Halldórsson verði ráðinn bæjarstjóri út þetta kjörtímabil á þeim kjörum sem koma fram í framlögðum ráðningarsamningi.“

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-1.

 

Kristín Hálfdánsdóttir óskar eftir að gera grein fyrir mótatkvæði sínu.

Marzellíus Sveinbjörnsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

XVII.    Sumarleyfi bæjarstjórnar.

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

 

Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði níu vikur og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi þann 21. ágúst. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

 

Daníel Jakobsson leggur fram breytingartillögu, að bæjarstjórn taki tveggja mánaða sumarleyfi og komi næst saman til fundar fyrsta fimmtudag í september 2014.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, ber breytingartillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:10.

 

 

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir,

forseti bæjarstjórnar

 

 

                 Arna Lára Jónsdóttir                                                  Daníel Jakobsson

 

 

            Kristján Andri Guðjónsson                                           Jónas Þór Birgisson

 

 

            Marzellíus Sveinbjörnsson                                            Sigurður Hreinsson

 

 

               Kristín Hálfdánsdóttir                                             Gunnhildur Elíasdóttir

 

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir,

bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?