Bæjarstjórn - 340. fundur - 6. mars 2014

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Albertína F. Elíasdóttir í hennar stað er mættur Marzellíus Sveinbjörnsson og Guðný Stefanía Stefánsdóttir í hennar stað er mættur Ingólfur Þorleifsson. Daníel Jakobsson bæjarstjóri er ekki viðstaddur.

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 830. fundi bæjarráðs - Trúnaðarmál Funi, sorpbrennsla
II Tillaga frá 830. fundi bæjarráðs Ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði
III Tillaga frá 831. fundi bæjarráðs Breyting á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar
IV Tillaga frá 831. fundi bæjarráðs Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla
V Tillaga frá 831. fundi bæjarráðs Viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2014
VI Fundargerð (ir) bæjarráðs 25/2 og 3/3
VII " fræðslunefndar 26/2
VIII " hafnarstjórnar 19/2
IX " íþrótta- og tómstundanefndar 19/2

I.              Tillaga til 340. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. mars 2014.

          Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð, 830. fundur 25. febrúar 2014. 

 

5.      Funi, sorpbrennsla. 2012-01-0022.

„Lögð er fram álitsgerð matsmanna á meintu tjóni vegna rekstrarstöðvunar á búrekstri vegna meintrar díoxínmengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði, dags. 4. febrúar 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða við viðkomandi aðila á grundvelli forsendna matsgerðarinnar í þeim tilgangi að reyna ná sáttum í málinu.“

 

Gísli Halldór Halldórsson, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

II.           Tillaga til 340. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. mars 2014. 

Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð, 830. fundur 25. febrúar 2014.

12.  Ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði. 2012-09-0046.

„Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 20. febrúar 2014, auk draga að samningi um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði og fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.“

 

Gísli Halldór Halldórsson forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

III.        Tillaga til 340. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. mars 2014.

          Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð, 831. fundur 3. mars 2014. 

 

3.      Gjaldskrá hafna Ísafjaðarbæjar.

„Á 170. fundi hafnarstjórnar var ákveðið að hækka vörugjöld fyrir árið 2014 um 2% í stað 4%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa minnisblað og viðauka vegna vörugjaldanna og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.“

 

Gísli Halldór Halldórsson, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

IV.        Tillaga til 340. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. mars 2014.

          Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

       Bæjarráð, 831. fundur 3. mars 2014. 

 

5.      Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla. 2011-10-0068.

„Lögð er fram sátt milli Þorbjörns Jóhannessonar og Pálínu Jensdóttur annars vegar og Ísafjarðarbæjar hins vegar, dags. 28. febrúar 2014, undirrituð f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sáttina.“

 

Gísli Halldór Halldórsson, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

V.           Tillaga til 340. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. mars 2014.

          Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Sigurður Pétursson.

 

Bæjarráð, 831. fundur 3. mars 2014. 

 

6.      Viðaukar við fjárhagsáætlun. 2014-02-0125.

Lagðir eru fram fimm viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa minnisblað með viðaukunum og leggja viðaukana fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

Gísli Halldór Halldórsson, forseti, ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

VI.        Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 25/2. 830. fundur.

Fundargerðin er í fjórtán liðum.

 

Fundargerðin 3/3. 831. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram kynningar. 

 

VII.     Fundargerð fræðslunefndar.

            Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 26/2. 341. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.  Fundargerð hafnarstjórnar.

            Til máls tók: Gísli Halldór Halldórsson forseti.

 

Fundargerðin 19/2. 170. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 

IX.        Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

            Til máls tóku: Gísli Halldór Halldórsson forseti og Ingólfur Þorleifsson.

 

Fundargerðin 19/2. 147. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:20.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Jóna Benediktsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

Arna Lára Jónsdóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

Sigurður Pétursson

Ingólfur Þorleifsson

Kristján Andri Guðjónsson

Steinþór Bragason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?